Erlent

Árásin sú versta í sögunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Forsætisráðherra Taílands segir sprengjuárásina í höfuðborginni í gær þá verstu í sögu landsins. Árásir hafi verið gerðar í landinu, en að þessu sinni hafi henni gagnvert verið beint að saklausu fólki, til þess að skaða ferðaþjónustuna og efnahag landsins. Hún er ein sú mannskæðasta í áraraðir.

Vitað er að tuttugu og einn fórst í árásinni og á annað hundrað særðust. Yfirmaður lögreglunnar í Taílandi segir að greinilegt sé að ætlunarverkið hafi verið að bana sem flestum, því árásin hafi verið gerð á háannatíma við Erawan-hofið, sem er vinsælt hjá bæði heimamönnum og ferðafólki.

Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en einn maður sást á  upptöku öryggismyndavélar og er hans nú leitað. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×