Erlent

Geimflaug skotið á loft frá Japan - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Eldflaug af gerðinni H-IIB var skotið á loft frá Tanegashima í Japan rétt fyrir klukkan tólf í dag. Skotið heppnaðist vel og er geimfar af gerðinni HTV-5 nú á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru rúmlega 4,5 tonn af matælum, vatni, varahlutum og annars konar búnaði sem nauðsynlegur er til reksturs geimstöðvarinnar.

Áætlað er að ferðin til geimstöðvarinnar taki fimm daga og mun hún komast á leiðarenda á mánudaginn. Upprunalega stóð til að skjóta farinu á loft á síðastliðinn sunnudag, en var skotinu frestað vegna veðurs.

Undanfarið hafa nokkrar flaugar sem áttu að bera birgðir til geimstöðvarinnar ekki komist alla leið, eða jafnvel sprungið í loft upp.

Sjá einnig: Space X flaug sprakk í loft upp

Frá því að flaug SpaceX sprakk hefur rússnesk flaug flutt birgðir til geimfaranna í stöðinni. Nú er útlit fyrir að birgðastaðan í stöðinni verði mjög góð í fyrsta sinn í nokkurn tíma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×