Íslenski boltinn

Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Frá athöfninni.
Frá athöfninni. Mynd/KSÍ
Breiðablikskonur eiga flesta fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna en valið var tilkynnt í Ölgerðinni í hádeginu í dag. Þá var Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðablik valin besti leikmaður deildarinnar í fyrri umferðinni og þjálfari hennar hjá Blikum, Þorsteinn Halldórsson, besti þjálfarinn.

Alls eiga fimm lið fulltrúa í úrvalsliði fyrri umferðarinnar en Breiðablik á sex fulltrúa, Stjarnan og Selfoss tvo og Fylkir og Valur einn hvor.

Fanndís var að lokum valin besti leikmaður fyrri umferðarinnar og í lið umferðarinnar en hún hefur einfaldlega farið á kostum með toppliðinu í sumar þar sem hún hefur skorað 14 mörk í aðeins 11 leikjum.

Þá var Bríet Bragadóttir valin besti dómarinn og að lokum var stuðningsmannasveit Breiðabliks valin besta stuðningsmannasveit fyrri umferðarinnar.

Úrvalslið fyrri umferðarinnar:

Markvörður: Sonny Lára Þráinsdóttir(Breiðablik)

Vörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik), Guðrún Arnardóttir (Breiðablik), Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)

Miðja: Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik), Vesna Elísa Smiljkovic (Valur), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan), Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)

Sókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Fylkir), Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)

Besti leikmaður: Fanndís Friðriksdóttir

Besti þjálfari: Þorsteinn Halldórsson

Besti Dómari: Bríet Bragadóttir

Besta stuðningsmannasveitin: Breiðablik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×