Erlent

Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lagði tillögurnar fyrir gríska þingið.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lagði tillögurnar fyrir gríska þingið. Vísir/EPA
Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið.

Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna.

Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta.

Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja.

Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir.

Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði.

Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja.


Tengdar fréttir

Er öll von úti fyrir Grikkland?

"Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×