Gríska þingið kýs um nýjar tillögur í fyrramálið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. júlí 2015 23:03 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, lagði tillögurnar fyrir gríska þingið. Vísir/EPA Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið. Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja. Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir. Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði. Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja. Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Gríska þingið ræðir nú nýjar tillögur fyrir kröfuhafa sína sem ríkisstjórn Alexis Tsipras skilaði til kröfuhafanna í gær. Umræðan hófst seinni partinn en gert er ráð fyrir því að þingið kjósi um tillögurnar snemma í fyrramálið. Í tillögunum felst meðal annars 13 milljarða evra niðurskurður, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Guardian greinir frá því að tillögurnar innihaldi einnig endurskoðun á lífeyriskerfi landsins og skattaafsláttum sem herinn og íbúar á grískum eyjum njóta. Samkvæmt BBC innihalda tillögurnar líka eftirfarandi: skattahækkanir á flutningafyrirtæki, samræmingu flestra virðisaukaskattsflokka í 23 prósent, 300 milljóna evra niðurskurð til varnarmála, einkavæðingu hafna og sölu á hlutum ríkisins í fjarskiptafélaginu OTE, breytingar á eftirlaunafyrirkomulagi og niðurfellingu á sérstökum skattaafsláttum til ríkra grískra eyja. Hluti af tillögunum er sá sami og gríska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkland og Ítalía hafa fagnað tillögunum en Þýskaland, sem Grikkland skuldar hvað mest, varaði við því að lítið rými væri fyrir málamiðlanir. Tsipras tilkynnti þingmönnum það að flokkur hans væri nauðbeygður til að setja fram tillögur sem væru ekki á stefnuskrá flokks síns en sagði það skýrt að kjósendur hefðu ekki með niðurstöðum þjóðaratkvæðisgreiðslunnar fallist á að ganga úr evrusamstarfinu. Hann viðurkenndi að ríkisstjórn hans hefði gert mistök síðastliðna hálfa ár þeirra við stjórnvölinn og lýsti samskiptunum við kröfuhafana eins og stríði. Leiðtogar í Evrópu verja helginni í neyðarumræður um skuldavandamál Grikkja.
Tengdar fréttir Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00 Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00 Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Tillögum grísku ríkisstjórnarinnar um breytingar á ríkisrekstri var skilað til lánardrottna í gær. 10. júlí 2015 07:00
Er öll von úti fyrir Grikkland? "Fólk var að vonast eftir því að Syriza flokkurinn myndi ekki innleiða frekari aðhaldsaðgerðir en það lítur út fyrir að það verði raunin.“ 11. júlí 2015 08:00
Tillögur Grikkja: Skattahækkanir, niðurskurður og breytingar á lífeyriskerfi Gríska ríkisstjórnin hefur sent tillögur sínar um efnhagsúrbætur til lánadrottna. 9. júlí 2015 21:29