Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Ellilífeyrisþegi þurfti aðstoð starfsmanna við að komast í gegnum mannþröngina inn í banka í Aþenu í gær. Fréttablaðið/EPa Gríska ríkisstjórnin skilaði tillögum sínum um breytingar á ríkisrekstri til Evrópusambandsins í gær eins og lofað var í fyrradag. Tillögurnar eru forsenda þess að viðræður um nýjan samning um neyðaraðstoð geti hafist en lokafrestur til að skila þeim var á miðnætti í nótt. Síðasti samningur um neyðaraðstoð rann út í síðasta mánuði. Ef af nýjum samningi verður yrði hann sá þriðji í röðinni. Grískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að franskir hagfræðingar hefðu hjálpað Grikkjum við gerð tillagnanna. Tillögurnar sem Grikkir settu fram miða að því að hækka skatta, lækka bætur og skera niður í ríkisrekstri. Syriza, flokkur Alexis Tsipras sem fer með ríkisstjórn landsins, vann stórsigur í grísku þingkosningunum í janúar. Helsta stefnumál flokksins var að gríska ríkið ætti ekki að beita niðurskurði til að vinna sig út úr efnahagskreppu landsins heldur reyna að vaxa út úr henni án niðurskurðar. Miðað við tillögurnar er ljóst að það gengur ekki eftir. Grikkir sendu formlega beiðni um neyðaraðstoð til Evrópska stöðugleikakerfisins, neyðarlánastofnunar Evrópusambandsins, á miðvikudag. Fjármálaráðherrar ríkja evrusvæðisins funda um tillögurnar á laugardag og leiðtogar ríkja Evrópusambandsins fara yfir þær á sunnudag í Brussel. „Raunsærri tillögu Grikkja verður að fylgja jafn raunsæ tillaga lánardrottnanna sem snýr að því að gera skuldir Grikkja bærilegar,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Umdeilt er hvort rétt væri að fella niður hluta skulda Grikkja til að gera hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu sjálfbært. Hlutfallið er nú um 180 prósent en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) miðar við að 110 prósenta hlutfall teljist sjálfbært. Í gögnum frá sjóðnum sem láku segir að Grikkir muni ekki enn hafa náð því marki árið 2030 ef ekki verði af niðurfellingum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði í gær að þær kæmu ekki til greina. Ákveðið var í gær að bankar í Grikklandi yrðu lokaðir fram á mánudag og hver maður mætti einungis taka sextíu evrur út úr hraðbönkum á dag. Áformað hafði verið að opna banka aftur í gær. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu, við Þorbjörn Þórðarson fréttamann sem er í Aþenu.Verður að lækka skuldir Grikklands „Ef evran og evrópskt efnahagslíf lendir í krísu, þá hefði það líka slæm áhrif á íslenskan efnahag,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem staddur er í Brussel, í samtali við Þorfinn Ómarsson, fréttamann Stöðvar 2. Sigmundur segir slæma stöðu Grikklands sýna hve mikilvægt það er að Íslendingar hafi stjórn á sínum eigin efnahagsmálum. „Evrópusambandið og helstu kröfuhafar verða að færa niður hluta af skuldum Grikklands. Skuldastaðan er það slæm að hún er ekki sjálfbær. Það er nú þegar búið að skera meira niður í opinberri og félagslegri þjónustu en góðu hófi gegnir, það er ekki hægt að ganga lengra. Það verður að lækka skuldirnar til að Grikkland geti dafnað á ný.“ Grikkland Tengdar fréttir Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09 „Ég kýs skjótan dauðdaga“ Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. 9. júlí 2015 19:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin skilaði tillögum sínum um breytingar á ríkisrekstri til Evrópusambandsins í gær eins og lofað var í fyrradag. Tillögurnar eru forsenda þess að viðræður um nýjan samning um neyðaraðstoð geti hafist en lokafrestur til að skila þeim var á miðnætti í nótt. Síðasti samningur um neyðaraðstoð rann út í síðasta mánuði. Ef af nýjum samningi verður yrði hann sá þriðji í röðinni. Grískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að franskir hagfræðingar hefðu hjálpað Grikkjum við gerð tillagnanna. Tillögurnar sem Grikkir settu fram miða að því að hækka skatta, lækka bætur og skera niður í ríkisrekstri. Syriza, flokkur Alexis Tsipras sem fer með ríkisstjórn landsins, vann stórsigur í grísku þingkosningunum í janúar. Helsta stefnumál flokksins var að gríska ríkið ætti ekki að beita niðurskurði til að vinna sig út úr efnahagskreppu landsins heldur reyna að vaxa út úr henni án niðurskurðar. Miðað við tillögurnar er ljóst að það gengur ekki eftir. Grikkir sendu formlega beiðni um neyðaraðstoð til Evrópska stöðugleikakerfisins, neyðarlánastofnunar Evrópusambandsins, á miðvikudag. Fjármálaráðherrar ríkja evrusvæðisins funda um tillögurnar á laugardag og leiðtogar ríkja Evrópusambandsins fara yfir þær á sunnudag í Brussel. „Raunsærri tillögu Grikkja verður að fylgja jafn raunsæ tillaga lánardrottnanna sem snýr að því að gera skuldir Grikkja bærilegar,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Umdeilt er hvort rétt væri að fella niður hluta skulda Grikkja til að gera hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu sjálfbært. Hlutfallið er nú um 180 prósent en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) miðar við að 110 prósenta hlutfall teljist sjálfbært. Í gögnum frá sjóðnum sem láku segir að Grikkir muni ekki enn hafa náð því marki árið 2030 ef ekki verði af niðurfellingum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði í gær að þær kæmu ekki til greina. Ákveðið var í gær að bankar í Grikklandi yrðu lokaðir fram á mánudag og hver maður mætti einungis taka sextíu evrur út úr hraðbönkum á dag. Áformað hafði verið að opna banka aftur í gær. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu, við Þorbjörn Þórðarson fréttamann sem er í Aþenu.Verður að lækka skuldir Grikklands „Ef evran og evrópskt efnahagslíf lendir í krísu, þá hefði það líka slæm áhrif á íslenskan efnahag,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem staddur er í Brussel, í samtali við Þorfinn Ómarsson, fréttamann Stöðvar 2. Sigmundur segir slæma stöðu Grikklands sýna hve mikilvægt það er að Íslendingar hafi stjórn á sínum eigin efnahagsmálum. „Evrópusambandið og helstu kröfuhafar verða að færa niður hluta af skuldum Grikklands. Skuldastaðan er það slæm að hún er ekki sjálfbær. Það er nú þegar búið að skera meira niður í opinberri og félagslegri þjónustu en góðu hófi gegnir, það er ekki hægt að ganga lengra. Það verður að lækka skuldirnar til að Grikkland geti dafnað á ný.“
Grikkland Tengdar fréttir Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09 „Ég kýs skjótan dauðdaga“ Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. 9. júlí 2015 19:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09
„Ég kýs skjótan dauðdaga“ Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. 9. júlí 2015 19:54