Erlent

Bakslag í baráttunni við ebólu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hreinlæti leikur stórt hlutverk í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar.
Hreinlæti leikur stórt hlutverk í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar. Vísir/EPA
Talið er að ebóluveiran hafi aldrei horfið úr afríska ríkinu Líberíu að fullu, þrátt fyrir að stjórnvöld í landinu hafi lýst því yfir í maí síðastliðnum.

Niðurstöður rannsókna sem birtar voru í gær gefa til kynna að fimm ný ebólutilfelli sem komið hafa upp í landinu að undanförnu  séu um margt eðlislík þeirri veiru sem geisaði í vesturhluta Afríku undir lok síðasta árs.

Talið er að veiran hafi legið einkennislaus í dvala svo vikum skiptir í hýsli sem lifaði af fyrri faraldur. Hann hefur svo smitað henni áfram, að öllum líkindum með samförum.

„Rannsóknirnar gefa til kynna að vírusinn sé skyldur þeim sem dreifðist um Líberíu á þessu tiltekna svæði,“ sagði talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar Tarik Jasarevic í samtali við Reuters.

„Svo að veiruna má annað hvort rekja til eftirlifanda fyrri faraldurs eða til annars óþekkts tilfellis.“

Fyrsta ebólu-ilfelli í Líberíu í rúmlega tvo mánuði var tilkynnt þann 30. júní síðastliðinn þegar leifar af veirunni fundust í líkamsleifum 17 ára drengs í Margibi-héraði landsins. Síðan þá hefur verið tilkynnt um fjögur önnur tilfelli.

Þessi nýju tilfelli eru talin mikið bakslag í baráttunni gegn Ebólu sem dregið hefur um 11.200 manns til dauða í Vestur-Afríku.

Talið er að veiran geti lifað í flestum líkamsvessum, svo sem blóði, í allt að 21 sólarhring en leifar af veirunni hafa fundist í slímhúð eftirlifenda nokkrum mánuðum eftir að þeir hafa náð fullum bata.


Tengdar fréttir

Nýtt ebólulyf læknar apa

Nýtt tilraunalyf hefur læknað apa af veirunni og talið er að tilraunir á mönnum muni hefjast síðar á árinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.