Erlent

Líbería laus við ebólu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ekki hefur greinst nýtt tileflli ebólu í 42 daga í Líberíu en barist er við sjúkdóminn í nágrannaríkjunum Gíneu og Sierra Leone.
Ekki hefur greinst nýtt tileflli ebólu í 42 daga í Líberíu en barist er við sjúkdóminn í nágrannaríkjunum Gíneu og Sierra Leone. Vísir/AFP
Líbería er loksins laus við ebólu. Í dag eru 42 dagar síðan að nýtt tilfelli veirunnar greindist í landinu, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO.

Veiran varð 4.716 að bana í landinu, meira en í Gíneu og Sierra Leone, þar sem enn er barist við að ráða niðurlögum ebóluveirunnar. Samkvæmt tölum WHO hafa 2.387 látist vegna ebólu í Gíneu og 3.904 í Sierra Leone.

Ebólufaraladurinn hófst í Gíneíu í mars á síðasta ári en breiddist fljótt til nærliggjandi lands, Líberíu, Sierra Leone og Nígeríu. Örfá tilfelli greindust svo í Bandaríkjunum og Evrópu.

Ebóla er ein hættulegasta veira sem þekkist, er bráðsmitandi og engin lækning til við sjúkdómnum. Fyrsta skráða tilfellið kom upp í Austur-Kongó árið 1976. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×