Erlent

Jákvæðar niðurstöður prófana á ebólulyfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Tilraunin hófst í desember.
Tilraunin hófst í desember. Vísir/EPA
Prófanir á nýju tilraunalyfi gegn ebólu hafa sýnt fram á jákvæðar niðurstöður í Vestur-Afríku. Enn sem komið er hafa þó eingöngu 69 einstaklingar fengið lyfir og það virðist nýtast best ef smitaðir fái það fljótlega eftir að sýna einkenni. Meðaltími frá því að smitaðir sýni einkenni og leita sér hjálpar eru fimm dagar og virðist það vera of langur tími.

Alls hafa 69 einstaklingar í Gíneu fengið lyfið, en fyrstu niðurstöður rannsóknar á lyfinu voru birtar í gær. Á vef AP fréttaveitunnar segir meðal þeirra sem voru fljótir að leita sér hjálpar lifðu 85 prósent. Áður en lyfið var notað, lifðu um 70 prósent smitaðra í sömu meðferðarstöð fyrir tveimur mánuðum. Lyfið virtist þó ekkert hjálpa þeim sem voru lengra leiddir þegar þeir fengu það.

Meðal þeirra sem fengu lyfið og læknuðust af veirunni var franskur hjúkrunarfræðingur.

Vísindamenn segja þessar niðurstöður vera jákvæðar. Í heildina hafa um 23 þúsund einstaklingar smitast af ebólu og níu þúsund þeirra hafa látið lífið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.