Erlent

Nýtt ebólulyf læknar apa

Anna Guðjónsdóttir skrifar
Talið er að tilraunir á lyfinu hjá fólki hefjist síðar á árinu,
Talið er að tilraunir á lyfinu hjá fólki hefjist síðar á árinu, vísir/afp
Nýtt tilraunalyf hefur verið notað til að læknað þrjá apa af ebólu. Aparnir, sem fengu meðferðina, voru allir heilbrigðir eftir 28 daga. Þrír apar sem fengu enga meðferð lifðu aðeins níu daga eftir að hafa smitast af sjúkdómnum.

Samkvæmt frétt BBC hefur meðferðin, sem kallast TKM-Ebola-Guinea, ekki verið prófuð á mönnum. Engin örugg lækning eða bólusetning er til við sjúkdómnum en talið er að tilraunir á nýja lyfinu muni hefjast hjá fólki síðar á árinu.

Thomas Geisbert, vísindamaður við háskólann í Texas sem vann að rannsókninni, segir að lyfið muni virka á allar tegundir ebólu, en veiran hefur stökkbreyst. Hann segir einnig að hægt verði að framleiða lyfið á átta vikum sem er mun styttri framleiðslutími en á öðru tilraunalyfi, ZMapp.


Tengdar fréttir

Tilraunameðferð gegn ebólu hafin

Vísindamenn við Háskólann í Oxford telja sig hafa fundið lækningu við ebóluveirunni sem nú geisar í Vestur-Afríku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.