Íslenski boltinn

Breiðablik og Stjarnan að stinga hin liðin af | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, í leiknum á móti Þrótti í kvöld. Mckenzie Sauerwein og Eva Bergrín Ólafsdóttir höfðu betur þarna.
Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Breiðabliks, í leiknum á móti Þrótti í kvöld. Mckenzie Sauerwein og Eva Bergrín Ólafsdóttir höfðu betur þarna. Vísir/Valli
Breiðablik og Stjarnan héldu bæði sigurgöngur sinni áfram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og eftir tíu umferðir er nokkuð ljóst að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn stendur á milli þessara nágrannaliða.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leikjum toppliðanna í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndir hér fyrir ofan og neðan.

Ana Victoria Cate skoraði sigurmark Stjörnunnar á móti nýliðum KR í Vesturbænum en þetta var sjötti sigurleikur Garðabæjarliðsins í deild og bikar. Stjarnan er með 24 stig í öðru sæti deildarinnar og sex stigum meira en Valur sem er í þriðja sætinu.

Fanndís Friðriksdóttir, langmarkahæsti leikamaður Pepsi-deildar kvenna, bætti við tveimur mörkum í kvöld í 2-0 sigri á Þrótti á Valbjarnarvelli og hefur þar með skorað fjórtán mörk í fyrstu tíu leikjum tímabilsins.

Breiðabliksliðið hefur unnið sjö leiki í röð í Pepsi-deildinni en Kópavogsliðið hefur nú 28 stig og fjögurra stiga forskot á toppnum.

Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli

Tengdar fréttir

Níu mörk á tólf dögum hjá Berglindi

Það er óhætt að segja Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis í Pepsi-deild kvenna, hafi verið sjóðheit upp við mark andstæðinganna í síðustu leikjum.

Toppliðin unnu bæði | Fanndís skorar og skorar

Breiðablik er áfram með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar eftir úrslit kvöldsins í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Breiðablik sótti þrjú stig á Valbjarnarvöll en Stjarnan vann í Vesturbænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×