Íslenski boltinn

Toppliðin unnu bæði | Fanndís skorar og skorar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ana Victoria Cate fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Ana Victoria Cate fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Vísir/Valli
Breiðablik er áfram með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar eftir úrslit kvöldsins í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta. Breiðablik sótti þrjú stig á Valbjarnarvöll en Stjarnan vann í Vesturbænum.

Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Breiðabliks í 2-0 sigri á Þrótti í Laugardalnum og hefur þar með skorað fjórtán mörk í fyrstu tíu leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar.

Ana Victoria Cate var hetja Stjörnuliðsins í Vesturbænum því hún skoraði eina markið í 1-0 sigri Stjörnunnar á KR á KR-vellinum.

Valskonur unnu 5-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum þar sem Katia Maanane skoraði tvö markanna alveg eins og hún gerði í sigri á KR í átta liða úrslitum Borgunarbikarsins um síðustu helgi.

Valsliðið nýtti sér vel tap Selfoss á heimavelli á móti Fylki því Valskonur eru nú komnar upp í þriðja sæti deildarinnar.

Tap Selfoss þýðir jafnframt að þetta er orðið tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Stjörnunnar.



Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Afturelding - Valur 1-5     

0-1 Elín Metta Jensen (12.), 0-2 Katia Maanane (16.), 0-3  Vesna Elísa Smiljkovic (32.), 0-4 Hildur Antonsdóttir (42.), 1-4 Gunnhildur Ómarsdóttir (69.), 1-5 Katia Maanane (75.)

    

KR - Stjarnan 0-1    

0-1 Ana Victoria Cate (37.)

Þróttur R. - Breiðablik 0-2

0-1 Fanndís Friðriksdóttir (19.), 0-2 Fanndís Friðriksdóttir (81.).

        

Selfoss - Fylkir 0-1

0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (52.)

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af netsíðunni úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×