Reyna að senda birgðir til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2015 16:00 Progress 60P eldflaugin sem skotið verður á loft á morgun í Kasakstan. Vísir/AFP Progress 60P eldflaug verður skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan á morgun. Henni er ætlað að koma birgðum til geimfaranna þriggja sem halda nú til í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Miklar vonir eru bundnar við að verkefnið takist en annarri flaug frá Japan verður svo skotið á loft í næsta mánuði. Um borð í 60P flauginni eru þrjú tonn af mat, eldsneyti og öðrum birgðum. Þeir þrír geimfarar sem eru í ISS eru Gennady Padalka og Scott Kelly og MIkhail Kornienko, en þeir tveir munu vera heilt ár í geimnum. Verkefni þeirra hófst í mars og markmiðið er að kanna hvaða áhrif það hefur á menn að vera svo lengi í geimnum. Þá er bæði átt við líkamleg og andleg áhrif. Til stendur að skjóta þremur geimförum til viðbótar út í geim og koma þeim til ISS þann 22. júlí. Tvær síðustu birgðaflaugar sem skotið hefur verið á loft, hafa ekki komist til geimstöðvarinnar og höfðu menn um stund áhyggjur af birgðastöðunni um borð. Á vef NASA segir þó að geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni séu með nægilegar birgðir þar til í október.Flaugin sem sprakk á sunnudaginn. Sjá má blaðamannafund um misheppnaða geimskotið hér á síðu NASA. Þetta var sjöunda birgðaferð SpaceX og sú fyrsta sem misheppnaðist. Fyrirtækið var fyrsti einkaðilinn til þess að senda geimfar að ISS. Þetta átti einnig að vera fjórða tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 eldflaug aftur eftir geimskot. Með því að endurnýta eldflaugar til geimskota væri hægt að spara gífurlega fjármuni. Þann sparnað væri hægt að nota til frekari þróunar og fleiri geimskota.Hér má sjá útskýringu á því hvað SpaceX ætla sér að gera með Falcon 9 eldflaugunum. Síðast þegar SpaceX reyndi að lenda eldflaug um miðjan apríl, munaði ekki miklu að það tækist.Í flauginni sem sprakk á sunnudaginn, voru um þrjú tonn af birgðum og ný tengistöð sem átti að setja á ISS. Þannig hefði verið hægt að gera geimförum auðveldara um vik að tengjast stöðinni. Auk birgðanna voru tvö Hololens heilmyndagleraugu frá Microsoft um borð. NASA hefur tekið þátt í þróun gleraugnanna og geimfarar áttu að prófa gleraugun, sem og að nýta sér þau. Segjum sem svo að geimfari þyrfti að leysa verkefni í geimstöðinni og setti á sig gleraugun. Þá gætu vísindamenn á jörðu niðri séð það sam geimfarinn væri að horfa á og leiðbeint honum. Þar að auki gætu vísindamennirnir teiknað örvar og fleira á skjáinn, sem geimfarinn sæi sem heilmyndir. Tengdar fréttir Rússneskt geimfar steypist stjórnlaust til jarðar Farinu var skotið á loft í Kasakstan í gær en samband við geimfarið rofnaði nokkru síðar. 29. apríl 2015 13:30 Fimmtíu ár frá fyrstu geimgöngunni - Myndir Fimmtíu ár eru liðin frá því að Edward H. White II fór í fyrstu geimgönguna þann 3. júní 1965. 4. júní 2015 14:45 Jörðin í beinni frá geimnum Allir íbúar jarðarinnar geta skoðað jörðina úr rúmlega 431 kílómetra hæð, frá sjónarhorni geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. desember 2014 20:00 NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars NASA skaut í gær upp ómannaða tilraunageimfarinu Orion til undirbúnings frekari ferðalögum manna út í geim. 6. desember 2014 13:15 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Einstakar myndir af jörðinni Fjöldi mynda sem geimfarinn Butch Wilmore tók úr Alþjóða geimstöðinni voru nýlega birtar á Facebook síðu stöðvarinnar. 23. nóvember 2014 19:43 Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30 Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57 Sjáðu myndbandið: Geimfarið Antares sprakk í loft upp Geimfarið var mannlaust og ekki er talið að nokkurn hafi sakað í sprengingunni, sem sýnd var í beinni um heim allan. 28. október 2014 22:34 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Progress 60P eldflaug verður skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan á morgun. Henni er ætlað að koma birgðum til geimfaranna þriggja sem halda nú til í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS). Miklar vonir eru bundnar við að verkefnið takist en annarri flaug frá Japan verður svo skotið á loft í næsta mánuði. Um borð í 60P flauginni eru þrjú tonn af mat, eldsneyti og öðrum birgðum. Þeir þrír geimfarar sem eru í ISS eru Gennady Padalka og Scott Kelly og MIkhail Kornienko, en þeir tveir munu vera heilt ár í geimnum. Verkefni þeirra hófst í mars og markmiðið er að kanna hvaða áhrif það hefur á menn að vera svo lengi í geimnum. Þá er bæði átt við líkamleg og andleg áhrif. Til stendur að skjóta þremur geimförum til viðbótar út í geim og koma þeim til ISS þann 22. júlí. Tvær síðustu birgðaflaugar sem skotið hefur verið á loft, hafa ekki komist til geimstöðvarinnar og höfðu menn um stund áhyggjur af birgðastöðunni um borð. Á vef NASA segir þó að geimfararnir í Alþjóðlegu geimstöðinni séu með nægilegar birgðir þar til í október.Flaugin sem sprakk á sunnudaginn. Sjá má blaðamannafund um misheppnaða geimskotið hér á síðu NASA. Þetta var sjöunda birgðaferð SpaceX og sú fyrsta sem misheppnaðist. Fyrirtækið var fyrsti einkaðilinn til þess að senda geimfar að ISS. Þetta átti einnig að vera fjórða tilraun fyrirtækisins til að lenda Falcon 9 eldflaug aftur eftir geimskot. Með því að endurnýta eldflaugar til geimskota væri hægt að spara gífurlega fjármuni. Þann sparnað væri hægt að nota til frekari þróunar og fleiri geimskota.Hér má sjá útskýringu á því hvað SpaceX ætla sér að gera með Falcon 9 eldflaugunum. Síðast þegar SpaceX reyndi að lenda eldflaug um miðjan apríl, munaði ekki miklu að það tækist.Í flauginni sem sprakk á sunnudaginn, voru um þrjú tonn af birgðum og ný tengistöð sem átti að setja á ISS. Þannig hefði verið hægt að gera geimförum auðveldara um vik að tengjast stöðinni. Auk birgðanna voru tvö Hololens heilmyndagleraugu frá Microsoft um borð. NASA hefur tekið þátt í þróun gleraugnanna og geimfarar áttu að prófa gleraugun, sem og að nýta sér þau. Segjum sem svo að geimfari þyrfti að leysa verkefni í geimstöðinni og setti á sig gleraugun. Þá gætu vísindamenn á jörðu niðri séð það sam geimfarinn væri að horfa á og leiðbeint honum. Þar að auki gætu vísindamennirnir teiknað örvar og fleira á skjáinn, sem geimfarinn sæi sem heilmyndir.
Tengdar fréttir Rússneskt geimfar steypist stjórnlaust til jarðar Farinu var skotið á loft í Kasakstan í gær en samband við geimfarið rofnaði nokkru síðar. 29. apríl 2015 13:30 Fimmtíu ár frá fyrstu geimgöngunni - Myndir Fimmtíu ár eru liðin frá því að Edward H. White II fór í fyrstu geimgönguna þann 3. júní 1965. 4. júní 2015 14:45 Jörðin í beinni frá geimnum Allir íbúar jarðarinnar geta skoðað jörðina úr rúmlega 431 kílómetra hæð, frá sjónarhorni geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. desember 2014 20:00 NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars NASA skaut í gær upp ómannaða tilraunageimfarinu Orion til undirbúnings frekari ferðalögum manna út í geim. 6. desember 2014 13:15 Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38 Einstakar myndir af jörðinni Fjöldi mynda sem geimfarinn Butch Wilmore tók úr Alþjóða geimstöðinni voru nýlega birtar á Facebook síðu stöðvarinnar. 23. nóvember 2014 19:43 Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30 Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57 Sjáðu myndbandið: Geimfarið Antares sprakk í loft upp Geimfarið var mannlaust og ekki er talið að nokkurn hafi sakað í sprengingunni, sem sýnd var í beinni um heim allan. 28. október 2014 22:34 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Rússneskt geimfar steypist stjórnlaust til jarðar Farinu var skotið á loft í Kasakstan í gær en samband við geimfarið rofnaði nokkru síðar. 29. apríl 2015 13:30
Fimmtíu ár frá fyrstu geimgöngunni - Myndir Fimmtíu ár eru liðin frá því að Edward H. White II fór í fyrstu geimgönguna þann 3. júní 1965. 4. júní 2015 14:45
Jörðin í beinni frá geimnum Allir íbúar jarðarinnar geta skoðað jörðina úr rúmlega 431 kílómetra hæð, frá sjónarhorni geimfara í Alþjóðlegu geimstöðinni. 2. desember 2014 20:00
NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars NASA skaut í gær upp ómannaða tilraunageimfarinu Orion til undirbúnings frekari ferðalögum manna út í geim. 6. desember 2014 13:15
Space X flaug sprakk í loft upp Átti að flytja birgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 28. júní 2015 14:38
Einstakar myndir af jörðinni Fjöldi mynda sem geimfarinn Butch Wilmore tók úr Alþjóða geimstöðinni voru nýlega birtar á Facebook síðu stöðvarinnar. 23. nóvember 2014 19:43
Tókst næstum því að lenda geimflaug Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. 15. apríl 2015 22:30
Geimskotið tókst en lendingin ekki Byltingarkennd tilraun SpaceX til að lenda eldflaug aftur eftir geimskot, á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. 10. janúar 2015 10:57
Sjáðu myndbandið: Geimfarið Antares sprakk í loft upp Geimfarið var mannlaust og ekki er talið að nokkurn hafi sakað í sprengingunni, sem sýnd var í beinni um heim allan. 28. október 2014 22:34