NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. desember 2014 13:15 Allt fór eins og til var ætlast þegar Orion var skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær. Vísir/AP Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á. Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á.
Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Sjá meira
Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30
Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41
Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38