NASA hefur undirbúning að ferðum manna til Mars Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. desember 2014 13:15 Allt fór eins og til var ætlast þegar Orion var skotið á loft frá Canaveral-höfða í gær. Vísir/AP Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á. Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Charles Bolden, yfirmaður hjá NASA, sagði geimskotið í gær marka upphafið að nýju tímabili langferða út í geiminn. Risinn væri „fyrsti dagur Marstímaskeiðsins“. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skaut geimfarinu Orion út í geiminn snemma morguns, en ferðin var stutt því fjórum og hálfum klukkutíma síðar hafnaði farið í Kyrrahafinu skammt vestur af Mexíkóströnd Kaliforníuskaga. „Mjög spennandi,“ sagði Mark Geyer, sem hafði umsjón með geimskotinu. „Við eigum samt enn langt í land.“ Um þessar mundir eru 42 ár síðan NASA sendi síðast út í geiminn mannað geimfar til tunglsins. Það var geimfarið Apollo 17 sem skotið var á loft í desember árið 1972. Eftir það hafa geimfarar ekki farið lengra en á braut umhverfis jörðu. Þrjú ár eru svo síðan NASA hætti að senda á loft geimskutlurnar, sem meðal annars gegndu því hlutverki að flytja geimfara til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tilraunaskotið í gær var gert til undirbúnings mönnuðum geimferðum lengra út í geiminn á ný. Smíði næsta Orion-geimfars er þegar hafin hjá Lockheed Martin-verksmiðjunum. Stefnt er að því að fjöldi slíkra geimfara verði smíðaður á næstu árum, og á endanum vonast NASA til þess að geta sent menn alla leið til reikistjörnunnar Mars með einu slíku farartæki. Einnig á að vera hægt að nota þetta geimfar til að senda menn til að kanna smástirni af ýmsu tagi langt úti í geimnum. Ekki er þó reiknað með að senda menn út í geiminn með Orion-fari fyrr en árið 2021. Upphaflega átti að skjóta farinu á loft á fimmtudaginn, en fresta þurfti því vegna veðurs og tæknilegra vandkvæða. Allt gekk þó að óskum í gær. Andrúmsloftið við Kennedy-geimferðastöðina á Canaveral-höfða í gær minnti töluvert á fyrri tíma þegar geimskutlum var skotið á loft. Fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með skotinu. „Það er orðið dálítið síðan við gátum skotið á loft einhverju af þessari stærðargráðu,“ segir Chris Tarkinton, einn þeirra sem stóðu og horfðu á.
Tengdar fréttir Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30 Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41 Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Geimskoti frestað til morguns Vegna bilunar þurfti að fresta geimskoti nýs geimfars NASA. 4. desember 2014 11:30
Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Geimfarið var hannað til mannaflutninga um langar vegalengdir í geimnum og var geimskotið fyrsta skrefið í því að senda menn til Mars. 5. desember 2014 16:41
Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin. 4. desember 2014 07:38