Erlent

Rússneskt geimfar steypist stjórnlaust til jarðar

Atli Ísleifsson skrifar
Geimfarið Progress M-27M.
Geimfarið Progress M-27M. Vísir/EPA

Ómannað rússneskt geimfar á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar með birgðir steypist nú stjórnlaust til jarðar eftir að samband við farið rofnaði.

Farinu var skotið á loft í Kasakstan í gær en samband við geimfarið rofnaði nokkru síðar.

Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að vísindamenn vinni að því að ná sambandi við Progress M-27M en að líklegast sé að það brenni upp þegar það nær inn í gufuhvolf jarðar.

Næg­ar birgðir eru um borð í geimstöðinni svo sex áhafnarmeðlimir þurfa ekki að hafa sérstakar áhyggjur af birgðaskorti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.