Erlent

Telja fangana vera komna til Vermont

Samúel Karl Ólason skrifar
Andrew Duomo, ríkisstjóri New York.
Andrew Duomo, ríkisstjóri New York. Vísir/EPA
Strokufangarnir tveir sem sluppu úr öryggisfangelsi í New York fyrir fimm dögum síðan eru að öllum líkindum komnir til Vermont, að því er lögreglan telur. Þeir David Sweat og Richard Matt skáru sér leið út úr fangelsinu með því að notast við öflug rafmagnsverkfæri. Þessar upplýsingar hafa gert það að verkum að nú er leitarsvæðið enn stærra og er lögreglan í nágrannaríkinu Vermont að leita dyrum og dyngjum að þeim einnig, en þeir eru taldir vera afar hættulegir enda báðir dæmdir morðingjar.

Lögreglan telur að starfsmaður fangelsisins sem heitir Joyce Mitchel, sem vingaðist við fangana hafi hjálpað þeim að flýja. Sonur Joyce sagði fjölmiðlum ytra að hún hefði farið á sjúkrahús á síðasta föstudag vegna verkja fyrir brjósti og að hún myndi aldrei hjálpa föngum að flýja.

CNN hefur heimildir fyrir því að rannsakendur telji að Mitchell hafi ætlað að sækja fangana, en hún hafi skipt um skoðun nokkrum mínútum áður. Hún hefur þó ekki verið handtekin og er sögð vera samvinnufús.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur biðlað til íbúa Wermont um að vera vel á varðbergi. Hann sagði þessa menn vera engin lömb að leika við.

Nú taka meira en 450 manns þátt í leitinni og Cuomo sagði þeim að fylgja eftir hverri einustu vísbendingu. „Ég er sannfærður um að við munum finna þá. Það er bara spurning um hvenær.“


Tengdar fréttir

Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×