1.200 lögreglumenn leita að David Sweat Birgir Olgeirsson skrifar 27. júní 2015 23:27 Richard Matt og David Sweat. VÍSIR/NEW YORK STATE POLICE Rúmlega tólf hundruð manns hafa leitað að morðingjanum David Sweat í Bandaríkjunum í dag. Hefur leitin miðast við 56 ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane í New York-fylki. Sweat og félagi hans Richard Matt struku í Clinton-fangelsinu í Dannemora, sem er um áttatíu kílómetrum frá leitarsvæði dagsins, fyrir þremur vikum. Matt var felldur af lögreglu í bænum Elephant´s head í gærkvöldi. Eftir að Matt hafði verið skotinn til bana ákvað lögreglan að setja upp vegatálma á svæðinu til að reyna að króa Sweat af. Ef ekki hefði verið fyrir skothvelli og hósta, þá væri Richard Matt líklega enn á flótta. Þetta sagði lögreglustjóri Franklin-sýslu, Kevin Mulverhill, við bandarísku fréttastofuna CNN fyrr í dag. Ferðalangar urðu varir við háværan hvell þegar þeir óku nærri bænum Malone í gær. Þeir töldu að hjólbarði hefði sprungið en við nánari skoðun kom annað í ljós. Matt hafði þá skotið á húsbíl ferðalangana og er ekki vitað af hverju. Ferðalangarnir gerðu lögreglu viðvart sem hóf strax rannsókn. Við leit á svæðinu komu þeir að kofa í bænum Duane. Þegar lögreglumennirnir fóru inn í kofann fundu þeir lykt af byssupúðri. Þegar þeir leituðu fyrir utan kofan heyrðu þeir einhvern hósta. Þeir skipuðu viðkomandi að gefa sig fram en Matt varð ekki við skipun lögreglumanna sem hófu skothríð á hann. Kom í ljós að hann hafði á sér haglabyssu. Lögregluyfirvöld vonast til að félagi Matt, David Sweat, geri einnig mistök sem leiða til handtöku hans. „Hann hefur verið á flótta í þrjár vikur. Hann er þreyttur og svangur. Hann á eftir að gera mistök,“ hefur CNN eftir Mulverhill. Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Rúmlega tólf hundruð manns hafa leitað að morðingjanum David Sweat í Bandaríkjunum í dag. Hefur leitin miðast við 56 ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane í New York-fylki. Sweat og félagi hans Richard Matt struku í Clinton-fangelsinu í Dannemora, sem er um áttatíu kílómetrum frá leitarsvæði dagsins, fyrir þremur vikum. Matt var felldur af lögreglu í bænum Elephant´s head í gærkvöldi. Eftir að Matt hafði verið skotinn til bana ákvað lögreglan að setja upp vegatálma á svæðinu til að reyna að króa Sweat af. Ef ekki hefði verið fyrir skothvelli og hósta, þá væri Richard Matt líklega enn á flótta. Þetta sagði lögreglustjóri Franklin-sýslu, Kevin Mulverhill, við bandarísku fréttastofuna CNN fyrr í dag. Ferðalangar urðu varir við háværan hvell þegar þeir óku nærri bænum Malone í gær. Þeir töldu að hjólbarði hefði sprungið en við nánari skoðun kom annað í ljós. Matt hafði þá skotið á húsbíl ferðalangana og er ekki vitað af hverju. Ferðalangarnir gerðu lögreglu viðvart sem hóf strax rannsókn. Við leit á svæðinu komu þeir að kofa í bænum Duane. Þegar lögreglumennirnir fóru inn í kofann fundu þeir lykt af byssupúðri. Þegar þeir leituðu fyrir utan kofan heyrðu þeir einhvern hósta. Þeir skipuðu viðkomandi að gefa sig fram en Matt varð ekki við skipun lögreglumanna sem hófu skothríð á hann. Kom í ljós að hann hafði á sér haglabyssu. Lögregluyfirvöld vonast til að félagi Matt, David Sweat, geri einnig mistök sem leiða til handtöku hans. „Hann hefur verið á flótta í þrjár vikur. Hann er þreyttur og svangur. Hann á eftir að gera mistök,“ hefur CNN eftir Mulverhill.
Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08
Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00