Íslenski boltinn

Þór/KA lenti undir gegn Aftureldingu en vann öruggan sigur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sandra María Jessen skoraði eitt marka Þórs/KA.
Sandra María Jessen skoraði eitt marka Þórs/KA. vísir/auðunn
Sarah Miller skoraði tvö mörk í 5-2 sigri Þórs/KA gegn Aftureldingur í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í kvöld.

Afturelding komst 2-1 yfir í leiknum með mörkum Stefaníu Valdimarsdóttur og Elise Kotsakis eftir að Svíinn Klara Lindberg hafði skoraði á 14. mínútu fyrir heimakonur.

Sarah Miller jafnaði metin í 2-2 á 45. mínútu og í þeim síðari skoraði Þór/KA þrjú mörk og gekk frá leiknum.

Þar munaði mikið um Mist Elíasdóttur, markvörð Aftureldingar, sem fékk rautt snemma í seinni hálfleik, en inn á fyrir hana kom Gná Elíasdóttir, fædd 1998.

Miller skoraði sitt annað mark, en hún er nú búin að skora þrjú mörk í fyrstu þremur leikjum norðankvenna.

Sandra María Jessen bætti fjórða markinu við á 82. mínútu og Kayla Grimsley gekk endanlega frá leiknum, 5-2, á 88. mínútu.

Í Vestmannaeyjum vann ÍBV 1-0 sigur á nýliðum Þróttar þar sem Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði eina markið á 35. mínútu leiksins.

Þór/KA er með sjö stig eftir þrjá leiki og ÍBV með fjögur stig, en Afturelding og Þróttur eru enn án stiga.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×