Barist við hlið Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 15:45 Bardagar eru nú sagðir geisa við rústirnar í Palmyra. Vísir/AFP Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Sjá meira
Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Sjá meira
ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15
„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00
Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44
Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06
ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01
ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27
ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18