Erlent

ISIS sækir að fornum rústum

Samúel Karl Ólason skrifar
Palmyra var reist á fyrstu eða annarri öld.
Palmyra var reist á fyrstu eða annarri öld. Vísir/AFP
Vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir sækja að bænum Tadmur í Sýrlandi. Bær þessi liggur við um tvö þúsund ára gamlar rústir, Palmyra, sem eru á fornminjaskrá UNESCO. ISIS hefur þegar framið gífurleg skemmdarverk á fornminjum og rústum víða um Sýrland og Írak.

Samtökin hafa farið ránshendi um þessi svæði og flutt á brott það sem hægt er. Það sem ekki er hægt að færa hefur verið skemmt og jafnvel jafnað við jörðu. Samkvæmt BBC hafa rústirnar í Palmyra þegar orðið fyrir skemmdum í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi sem hófust fyrir fjórum árum.

Palmyra hefur orðið fyrir skemmdum í átökunum í Sýrlandi.Vísir/AFP
Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja vígamenn ISIS vera í eingöngu tveggja kílómetra fjarlægð frá rústunum.

Samkvæmt UNESCO myndaðist Palmyra í kringum vin í eyðimörkinni, en Rómverjar tóku þar völdin á fyrstu öld. Flestar rústirnar eru frá þeim tíma, en borgin stóð á landamærum menningarheima og var hún byggð í stíl sem blandar saman grísk-rómverskum áhrifum við persnesk.

Hér að neðan má sjá örlög fornu borgarinnar Nimrud í Írak, eftir að hún féll í hendur ISIS.

Maamoun Abdul Karim, yfirmaður fornleifastofnunar Sýrlands, segist ekki efa, að falli Palmyra í hendur ISIS muni hún hljóta sömu örlög og aðrar fornminjar sem samtökin hafa skemmt og eyðilagt.

Rústir hofs guðsins Baal eru þær heillegustu í Palmyra.Vísir/AFP
Vígamenn ISIS eru sagðir vera í tveggja kílómetra fjarlægð og sókn þeirra heldur áfram.Vísir/AFP
Hér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×