Erlent

Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak

Atli Ísleifsson skrifar
Khorsabad er um 2.700 ára gömul borg í norðurhluta Íraks.
Khorsabad er um 2.700 ára gömul borg í norðurhluta Íraks. Vísir/Getty
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. Talsmaður írakskra stjórnvalda greindu frá þessu  fyrr í dag.

Khorsabad er 2.700 ára gamall bær og meðal annars þekktur fyrir lamassustyttur sínar - styttur af nautum með mannshöfuð og vængi. Khorsabad hét áður Dur-Sharrukin og var mikilvæg borg í ríki Assýríu.

Síðustu daga hafa borist fregnir af því að liðsmenn ISIS hafi eyðilagt hina fornu bæi Nineveh, Nimrud og Hatra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×