Erlent

Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá rústum borgarinnar Nimrud, sem varð fyrir barðinu á ISIS á föstudaginn.
Frá rústum borgarinnar Nimrud, sem varð fyrir barðinu á ISIS á föstudaginn. Vísir/AFP
Ferðaþjónustu- og fornminjaráðuneyti Írak kannar nú ábendingar um að menn á vegum Íslamska ríkisins hafi skemmt 2.700 gamlar rústir borgarinnar Khorsabad. Borgin er í norðurhluta Írak í um 15 kílómetra fjarlægð frá Mosul, höfuðvígi ISIS í landinu.

Ef satt reynist er það í þriðja sinn sem ISIS skemmir eða eyðileggur fornar rústir á svæðinu á þremur dögum. Þegar hafa þeir rænt og skemmt rústirnar af Nimrud og Hatra. Báðar voru á minjaskrá UNESCO.

AP fréttaveitan hefur rætt við embættismenn, sem segja að ISIS séu nú að skemma rústir Khorsabad. Borgin var byggð um 721 fyrir Krist af Assýríska kónginum Sargon II.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×