Neville: Ef Chelsea fær Bale eru hin liðin í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2015 08:30 Gareth Bale er talinn snúa aftur til Englands í sumar. vísir/getty Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, telur að Manchester United eða Manchester City verði að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Gareth Bale í sumar, annars horfa upp á Englandsmeistarabikarinn standa í skápnum á Stamford Bridge næstu árin. Bale hefur átt erfitt uppdráttar á annarri leiktíð sinni á Spáni og eru háværir orðrómar í gangi þess efnis að Walesverjinn snúi aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar. Chelsea er talið líklegasti lendingarstaðurinn. Manchester-liðin og Chelsea eru talin þau einu sem geta í raun barist um Bale miðað við verðmiðann sem Real setur væntanlega á hann, en þegar spænski risinn keypti hann frá Tottenham varð hann að dýrasta leikmanni sögunnar. „Ef Chelsea vinnur baráttuna og selur á móti kannski leikmann eins og Oscar eða Ramires á 50-60 milljónir punda þannig kostnaðurinn við kaupin á Bale verða um 25 milljónir tel ég að restin af liðunum verði í vandræðum næstu árin,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.José Mourinho vill fara að nota eitthvað af ungu strákunum hjá Chelsea.vísir/gettyChelsea hefur einnig byggt upp unglingaakademíu sína markvisst undanfarin ár og var Roman Abramovic, eigandi félagsins, mættur á U21 árs leik Chelsea gegn Fulham í gær. Mourinho hefur áður talað um að hann vilji fara nota stráka sem koma í gegnum unglingastarfið hjá Chelsea, en Neville segir það vera það besta á Englandi. „Chelsea hefur unnið ungmennabikarinn fjórum sinnum á síðustu sex árum. Það sem José Mourinho vill núna eru gæði í Chelsea-liðinu til lengri tíma með því að leyfa þessum ungu strákum að spila,“ sagði Neville. „Ef Chelsea fær Bale og nær að spila á eitthvað af þessum bestu ungu leikmönnum landsins verður restin af deildinni í vandræðum næstu þrjú til fjögur árin. Hin liðin verða að gera eitthvað í þessu,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, telur að Manchester United eða Manchester City verði að hafa betur gegn Chelsea í baráttunni um Gareth Bale í sumar, annars horfa upp á Englandsmeistarabikarinn standa í skápnum á Stamford Bridge næstu árin. Bale hefur átt erfitt uppdráttar á annarri leiktíð sinni á Spáni og eru háværir orðrómar í gangi þess efnis að Walesverjinn snúi aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar. Chelsea er talið líklegasti lendingarstaðurinn. Manchester-liðin og Chelsea eru talin þau einu sem geta í raun barist um Bale miðað við verðmiðann sem Real setur væntanlega á hann, en þegar spænski risinn keypti hann frá Tottenham varð hann að dýrasta leikmanni sögunnar. „Ef Chelsea vinnur baráttuna og selur á móti kannski leikmann eins og Oscar eða Ramires á 50-60 milljónir punda þannig kostnaðurinn við kaupin á Bale verða um 25 milljónir tel ég að restin af liðunum verði í vandræðum næstu árin,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.José Mourinho vill fara að nota eitthvað af ungu strákunum hjá Chelsea.vísir/gettyChelsea hefur einnig byggt upp unglingaakademíu sína markvisst undanfarin ár og var Roman Abramovic, eigandi félagsins, mættur á U21 árs leik Chelsea gegn Fulham í gær. Mourinho hefur áður talað um að hann vilji fara nota stráka sem koma í gegnum unglingastarfið hjá Chelsea, en Neville segir það vera það besta á Englandi. „Chelsea hefur unnið ungmennabikarinn fjórum sinnum á síðustu sex árum. Það sem José Mourinho vill núna eru gæði í Chelsea-liðinu til lengri tíma með því að leyfa þessum ungu strákum að spila,“ sagði Neville. „Ef Chelsea fær Bale og nær að spila á eitthvað af þessum bestu ungu leikmönnum landsins verður restin af deildinni í vandræðum næstu þrjú til fjögur árin. Hin liðin verða að gera eitthvað í þessu,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira