Íslenski boltinn

Stjörnukonur búnar að vinna tvo titla í ár | Meistarar meistaranna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir og Stjörnustelpurnar unnu enn einn titilinn í kvöld.
Harpa Þorsteinsdóttir og Stjörnustelpurnar unnu enn einn titilinn í kvöld. Vísir/Daníel
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar tryggðu sér í kvöld sigur í Meistarakeppni KSÍ eftir 4-1 sigur á Breiðabliki á heimavelli sínum, Samsung-vellinum í Garðabæ.

Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir Garðabæjarliðið í leiknum en staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn var frekar jafn en Stjörnukonur refsuðu grimmt fyrir mistök Blikanna.

Þetta er í annað skiptið sem Stjörnukonur eru meistarar meistaranna en liðið vann þennan titil einnig 2012. Bæði karla og kvennalið félagsins unnu Meistarakeppnina í ár því strákarnir unnu 1-0 sigur á KR á dögunum.

Stjörnuliðið vann tvöfalt í fyrra en aðeins annan af titlunum sem voru í boði fyrir mótið. Þær hafa nú unnið tvo úrslitaleiki á móti Breiðabliki á átta dögum og hafa því byrjað tímabilið betur en í fyrra þegar þær töpuðu á móti Blikum í Meistarakeppninni.

Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar á 33. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Björk Gunnarsdóttur. Blikar jöfnuðu metin á 44. mínútu þegar Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði eftir laglegan einleik.

Harpa nýtti sér varnarmistök Blika í upphafi seinni hálfleiks og kom Stjörnunni í 2-1 og önnur mistök varnarmanna færðu Hörðu síðan annað mark á silfurfari á 69. mínútu.

Harpa lagði síðan upp fjórða og síðasta mark Stjörnuliðsins fyrir varamanninn Guðrún Karítas Sigurðardóttir en það mark kom í uppbótartíma leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×