Hver var Freddie Gray? - Myndbönd Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2015 12:15 Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Vísir/EPA Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni
Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29
Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33
Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11