Hver var Freddie Gray? - Myndbönd Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2015 12:15 Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Vísir/EPA Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Gífurlega miklar óeirðir áttu sér stað í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, eftir jarðaför hins 25 ára gamla Freddie Gray. Ólæti hafa þó verið í borginni frá 19. apríl, þegar Gray lést af sárum sínum á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skaða á mænunni eftir átök við lögreglu. Hann var handtekinn þann 12. apríl eftir að hafa hlaupið frá lögreglumanni, samkvæmt lögreglunni. Lögregluþjónar héldu honum niðri, handjárnuðu hann og færðu hann í lögreglubíl án sætisbeltis. Samkvæmt AP fréttaveitunni voru einnig járn sett um fætur hans í bílnum.Bað um læknisaðstoð Áður en Gray var settur í lögreglubílinn, bað hann margsinnis um læknisaðstoð en sjúkraliðar voru ekki kallaðir til, fyrr en Gray hafði verið í bílnum í 30 mínútur. Lögreglan hefur sagt að hann hefði átt að fá læknisaðstoð á vettvangi þar sem hann var handtekinn. Hann var einnig með astma og bað um að fá púst en var neitað. Hann átti erfitt með að standa í fæturna og ganga, en hálftíma síðar þegar hann var kominn á lögreglustöðina gat hann hvorki talað né andað. Lögreglan hefur ekkert sagt til um hvernig hann skaddaðist á mænunni í haldi lögreglu. Samkvæmt fjölskyldu Gray var hann með þrjá brákaða hryggjarliði og kramið barkakýli. Læknar hafa tengt þessi meiðsli við alvarlegt bílslys. Lögreglubíllinn sem Gray var í stöðvaði tvisvar sinnum á leiðinni til lögreglustöðvarinnar, en ekkert myndefni er til sem sýnir hvað gerðist á leiðinni.Einn margra Dauði Gray er sá síðasti meðal margra ungra svartra manna sem látið hafa lífið í átökum við lögreglu undanfarin misseri. Gray var svartur en lögreglan hefur ekki gefið upp litarhaft þeirra sex lögregluþjóna sem hafa verið leystir frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Freddie Gray ólst upp í fátækt í Vesturhluta Baltimore og var með blýeitrun vegna hrörlegs húss sem hann bjó í. Samkvæmt Guardian lýsir fjölskylda hans honum sem ástríkum, umhyggjusömum og virðingafullum ungum manni sem ávalt var með bros á vör. Þrátt fyrir að vera reið yfir því hvað kom fyrir Freddie Gray, segir fjölskylda hans að óeirðir og ofbeldi sé ekki svarið. Lögmaður fjölskyldunnar segist vonast til þess að halda friðargöngu seinna í vikunni.Jarðarförin Bæjarstjóri Baltimore um óeirðirnar Frétt CNN – Með símamyndbandi Símamyndband af handtökunni
Tengdar fréttir Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29 Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33 Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Útgöngubann í Baltimore: Miklar óeirðir, kveikt í bílum og brotist inn í verslanir Ótrúlegar myndir frá Baltimore. 28. apríl 2015 07:29
Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni. 28. apríl 2015 10:33
Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. 28. apríl 2015 01:11