Erlent

Ástandið í Baltimore: Stóð vörð fyrir utan vínbúð vopnaður sveðju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brian varði verslun sína í alla nótt.
Brian varði verslun sína í alla nótt.
Miklar óeirðir hafa verið í Baltimore síðastliðina sólahringa og hefur borgarstjórinn sett útgöngubann í borginni sem gildir að minnsta kosti í viku og er íbúum því skylt að halda sig innandyra frá tíu á kvöldin og til fimm á morgnanna.

Ástandið varð svo alvarlegt í gærkvöldi að maður að nafni Brian, sem er eigandi vínbúðar í borginni, stóð vörð fyrir utan verslunina vopnaður sveðju.

Ólæti hafa verið í borginni allt frá 19. apríl þegar 25 ára gamall blökkumaður, Freddie Gray, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×