Íslensk kona í Baltimore: Þrír menn reyndu að brjótast inn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. apríl 2015 01:11 Karen Ösp Pálsdóttir er nemi í Baltimore. Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. Þrír menn reyndu að brjóta sér leið inn til hennar í kvöld og segist hún skelfingu lostin. Hún sé hlynnt mótmælunum en ekki átökunum sem þeim hafa fylgt undanfarna dagaFöldu sig bak við luktar stáldyr „Við búum hérna þrjár vinkonurnar og sáum í gegnum öryggissímann að þrír menn með einhverja hluti í höndunum reyndu að brjótast inn. Það er lítil búð á fyrstu hæðinni þannig að kannski hafa þeir farið þangað inn, þar er bara glerhurð. Útidyrahurðin okkar er úr stáli og við röðuðum húsgögnum fyrir framan hana þannig að þeir kæmust ekki inn. Við allavega vonum að þeir séu farnir en vitum það ekki,“ segir Karen í samtali við Vísi. „Ég bý nálægt höfninni og sé að það er búið að eyðileggja allt í kring. Það er búið að kveikja í verslunum um alla borg og ég held þær séu flestar ónýtar. Það er mikil brunalykt inni í íbúðinni okkar og ég veit að ástandið er mjög hættulegt, þannig að ég finn fyrir miklum ótta.“Vonaðist til að komast til foreldranna Mótmæli hafa geisað á degi hverjum í Baltimore frá andláti hins 25 ára Freddie Gray. Hann féll hinn 19. apríl fyrir hendi lögreglu, en hann er einn nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Karen segir mótmælin ávallt byrja friðsamlega en þegar taki að dimma fari þau versnandi. „Þetta hefur aldrei verið svona slæmt. Ég var að vonast til að foreldrar mínir gætu sótt mig, en þau búa hérna rétt hjá, en við sjáum það núna að það er ekki hægt,“ segir hún.„Veit ekki hvenær ég kemst út“ Karen fylgist grannt með stöðu mála, meðal annars í gegnum fjölmiðla. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og útgöngubanni og fékk Karen tilkynningu um það í smáskilaboðum og tölvupósti. „Ef við förum út þá verðum við handtekin. Borgarstjórinn tilkynnti um útivistarbann áðan þannig að ég veit ekki hvenær ég kemst út,“ segir Karen. Mótmælin snúa að lögreglunni en nú eru sjö lögreglumenn slasaðir, einn alvarlega. „Ég styð mótmælin en ekki þessa hegðun, þó að reiðin snúist að lögreglunni þá er maður hræddur.“ Lögregla hefur reynt að ná stjórn á ástandinu en enn sem komið er án árangurs. Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og –bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Karen Ösp Pálsdóttir, 22 ára kona sem býr í Baltimore í Bandaríkjunum, segir ástandið þar hræðilegt. Þrír menn reyndu að brjóta sér leið inn til hennar í kvöld og segist hún skelfingu lostin. Hún sé hlynnt mótmælunum en ekki átökunum sem þeim hafa fylgt undanfarna dagaFöldu sig bak við luktar stáldyr „Við búum hérna þrjár vinkonurnar og sáum í gegnum öryggissímann að þrír menn með einhverja hluti í höndunum reyndu að brjótast inn. Það er lítil búð á fyrstu hæðinni þannig að kannski hafa þeir farið þangað inn, þar er bara glerhurð. Útidyrahurðin okkar er úr stáli og við röðuðum húsgögnum fyrir framan hana þannig að þeir kæmust ekki inn. Við allavega vonum að þeir séu farnir en vitum það ekki,“ segir Karen í samtali við Vísi. „Ég bý nálægt höfninni og sé að það er búið að eyðileggja allt í kring. Það er búið að kveikja í verslunum um alla borg og ég held þær séu flestar ónýtar. Það er mikil brunalykt inni í íbúðinni okkar og ég veit að ástandið er mjög hættulegt, þannig að ég finn fyrir miklum ótta.“Vonaðist til að komast til foreldranna Mótmæli hafa geisað á degi hverjum í Baltimore frá andláti hins 25 ára Freddie Gray. Hann féll hinn 19. apríl fyrir hendi lögreglu, en hann er einn nokkurra blökkumanna sem látið hafa lífið af völdum lögreglu á skömmum tíma. Karen segir mótmælin ávallt byrja friðsamlega en þegar taki að dimma fari þau versnandi. „Þetta hefur aldrei verið svona slæmt. Ég var að vonast til að foreldrar mínir gætu sótt mig, en þau búa hérna rétt hjá, en við sjáum það núna að það er ekki hægt,“ segir hún.„Veit ekki hvenær ég kemst út“ Karen fylgist grannt með stöðu mála, meðal annars í gegnum fjölmiðla. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og útgöngubanni og fékk Karen tilkynningu um það í smáskilaboðum og tölvupósti. „Ef við förum út þá verðum við handtekin. Borgarstjórinn tilkynnti um útivistarbann áðan þannig að ég veit ekki hvenær ég kemst út,“ segir Karen. Mótmælin snúa að lögreglunni en nú eru sjö lögreglumenn slasaðir, einn alvarlega. „Ég styð mótmælin en ekki þessa hegðun, þó að reiðin snúist að lögreglunni þá er maður hræddur.“ Lögregla hefur reynt að ná stjórn á ástandinu en enn sem komið er án árangurs. Mótmælendur hafa látið öllum illum látum í dag, kastað múrsteinum og öðru lauslegu í lögregluþjóna og –bíla á svæðinu. Fyrr í dag barst lögreglu upplýsingar um að meðlimir nokkurra glæpagengja hefðu tekið höndum saman og hygðust beina spjótum sínum að lögreglu.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira