Erlent

Obama vill bæta samskipti Bandaríkjanna við Kúbu

Bjarki Ármannsson skrifar
Sögulegur leiðtogafundur ríkjanna tveggja fór fram í dag.
Sögulegur leiðtogafundur ríkjanna tveggja fór fram í dag. Vísir/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Raul Castro, forseti Kúbu, hittust í dag á sögulegum fundi á leiðtogafundi Ameríkuríkjanna. Um er að ræða fyrstu formlegu viðræður milli leiðtoga þessara landa í fimmtíu ár.

Eftir fundinn sagði Obama að mikilvægt væri að Bandaríkjamenn ættu í beinni samskiptum við Kúbumenn. Meðal fyrstu skrefa í átt að því að bæta samskiptin væri að opna sendiráð í hvoru landinu fyrir sig.

Castro sagði að hann væri tilbúinn að ræða „viðkvæm málefni“ en að báðir aðilar þyrftu samt sem áður að sýna þolinmæði. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mannréttindamála á Kúbu og hafa kallað eftir úrbótum.

Stjórnvöld á Kúbu vilja hinsvegar leggja áherslu á aukið frelsi í viðskiptum, en landið hefur sætt viðskiptabanni af hálfu Bandaríkjanna í 53 ár. Þá vilja þau að Bandaríkjamenn taki landið af lista yfir lönd sem styðja hryðjuverkastarfsemi.


Tengdar fréttir

Kollegar frá Kúbu og Bandaríkjunum hittust í Panama

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kúbu, þeir John Kerry og Bruno Rodriguez hittust í gærkvöldi á fundi en svo háttsettir embættismenn hvorrar þjóðar fyrir sig hafa ekki hist í rúma hálfa öld. Kollegarnir voru saman í Panama til að sitja fund Ameríkuríkja sem hefst í dag og var ákveðið að þeir myndu hittast enda hefur þíðan á milli ríkjanna tveggja ekki verið meiri frá því Fidel Castro og félagar hans gerðu byltingu á Kúbu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×