Erlent

Obama og Castro hittast á sögulegum fundi

Forsetarnir Raul Castro og Barack Obama.
Forsetarnir Raul Castro og Barack Obama. Vísir/AFP
Barack Obama bandaríkjaforseti og Raul Castro forseti Kúbu ætla hittast á sögulegum fundi í dag til að bæta stjórnmálasamband landanna. Þetta er fyrsti formlegi leiðtogafundur landanna í fimmtíu ár.

Forsetarnir ætla að funda í Panama en þar stendur nú yfir fundur leiðtoga Ameríkuríkja. Forsetarnir hittust stuttlega á opnunarhátíðinni í gær og tókust þá í hendur. Samskipti Bandaríkjanna og Kúbu hafa verið mjög stirð frá því kommúnistar undir forystu Fídels Castró tóku völdin í landinu árið 1959.

Kúba hefur sætt viðskiptabanni af hálfu Bandaríkjastjórnum frá árinu 1962 eða í 53 ár. Forseta landanna lýstu því í yfir í desember á síðasta ári að þeir hefðu hyggju að bæta stjórnmálasamband landanna. Nú þegar hefur aðeins verið opnað fyrir fjármagnsflutninga milli landanna og þá hefur Obama lýst yfir áhuga að opna á ný bandarískt sendiráð í Havana.

Stjórnvöld á Kúbu leggja áherslu á aukið frelsi í viðskiptum og einnig að Bandaríkjamenn taki landið af lista yfir lönd sem styðja hryðjuverkastarfsemi. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu mannréttindamála á Kúbu og hafa kallað eftir úrbótum og einnig að stjórnvöld í Havana opni fyrir aðgengi almennings að Netinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×