Erlent

Kollegar frá Kúbu og Bandaríkjunum hittust í Panama

Vísir/EPA
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kúbu, þeir John Kerry og Bruno Rodriguez hittust í gærkvöldi á fundi en svo háttsettir embættismenn hvorrar þjóðar fyrir sig hafa ekki hist í rúma hálfa öld. Kollegarnir voru saman í Panama til að sitja fund Ameríkuríkja sem hefst í dag og var ákveðið að þeir myndu hittast enda hefur þíðan á milli ríkjanna tveggja ekki verið meiri frá því Fidel Castro og félagar hans gerðu byltingu á Kúbu á sínum tíma.

Talið er líklegt að forsetarnir sjálfir, þeir Raoul Castro og Barack Obama hittist einnig á meðan á fundinum stendur.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna mun nú hafa farið þess á leit við Bandaríkjaþing að Kúba verði fjarlægð af lista yfir ríki sem styðji við hryðjuverkastarfsemi. Ef af því verður er líklegt að sendiráð verði opnuð í hverju landi fyrir sig á nýjan leik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×