Rannsóknin beinist gegn aðskilnaðarsinnum Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2015 15:00 298 létu lífið þegar vélin var skotin niður. Vísir/EPA Alþjóðlegir rannsóknaraðilar kanna nú möguleikann á því að MH17 flugið hafi verið skotið niður af aðskilnaðarsinnum á flugi yfir átakasvæðinu í Úkraínu. Flugvélin brotlenti þann 17. júlí í fyrra og létust allir um borð, alls 298 manns. Tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að þeir leiti nú vitna sem geti gefið þeim upplýsingar um svokallað „Buk“ loftvarnakerfi í Donbass héraði. Einnig leita þeir upplýsinga um hverjir stýrðu kerfinu, hvaðan það kom og hvort að skotið var úr því á umræddum tíma.Hér má sjá upplýsingar um Buk loftvarnakerfið.Vísir/Graphic NewsYfirvöld í Kænugarði halda því fram að aðskilnaðarsinnar hafi skotið flugvélina niður með eldflaugum sem þeir fengu frá Rússlandi. Rússar og aðskilnaðarsinnar halda því hins vegar fram að vélin hafi verið skotin niður af flugher Úkraínu, til að koma óorði á aðskilnaðarsinna.AP fréttaveitan segir frá því að atvikið hafi komið af stað miklum pólitískum deilum þegar slysið varð þann 17. júlí í fyrra. Rannsakendur sögðu í fyrra að á skrokki vélarinnar hefði mátt sjá för eftir sprengjuflísar og að flugvélin hefði sundrast á lofti.Íbúar bentu á aðskilnaðarsinnaReuters sagði frá því fyrr í mánuðinum að íbúar á svæðinu hafi séð flugskeyti skotið á loft skömmu áður en flugvélin brotlenti. Þannig væri ljóst að henni hefði verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Myndbönd, myndir og frásagnir íbúa hafa gefið í skyn að Buk loftvarnakerfi hafi verið flutt til aðskilnaðarsinna í bænum Snizhne þann 17. júlí. Sá bær er nærri staðnum þar sem flugvélin var skotin niður. Íbúar sögðu Reuters að slíkum loftskeytum hefði verið komið fyrir á akri, nærri þorpinu Chervonyi Zhovten, sama dag og flugvélin var skotin niður. Fyrrverandi aðskilnaðarsinni veitti Reuters sömu upplýsingar. Á vef Business Insider birtist grein, nokkrum dögum eftir atvikið, sem fjallaði um að einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna á svæðinu hefði stært sig af því að hans menn hefðu skotið niður flugvél úkraínska hersins. Það var um morguninn skömmu eftir að MH17 var skotin niður, sem hann sagði á samfélagsmiðlum, að aðskilnaðarsinnar „hefðu varað þá við því að fljúga í þeirra himni.“Frá flugsýningu í Moskvu árið 2011. Hér má sjá BUK flugskeyti.Vísir/AFPRússar ósáttir Rússneski fréttamiðillinn RT birti í dag grein þar sem því er haldið fram að Reuters hafi logið í umfjöllun sinni fyrr í mánuðinum. Þeir segja að blaðamenn Reuters hafi breytt sögum þorpsbúa og að skeytinu hafi í raun verið skotið af yfirráðasvæði hersins. Eftir að Reuters birti umfjöllun sína fordæmdi Sergey Lavrov hana, en hann er utanríkisráðherra Rússlands. Hann sagði að umfjöllunin liti út fyrir að vera uppspuni og sagði að enn væri fjölmörgum spurningum, sem yfirvöld í Moskvu hefðu setta fram, ósvarað. Sem dæmi nefndi hann að Bandaríkin hefðu ekki birt gervihnattamyndir sem hafi átt að sanna ásakanirnar og að flugumferðarstjórn Úkraínu hefði heldur ekki birt samskipti flugvélarinnar við umheiminn. Tengdar fréttir 3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41 Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17 Ástralski forsætisráðherrann mun eiga fund með Rússlandsforseta í Brisbane í næsta mánuði. 13. október 2014 12:25 Flytja MH17 af slysstað Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu. 16. nóvember 2014 18:00 Sammæltust um að þrýsta á Rússa Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. 16. nóvember 2014 09:18 Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu Það gefur til kynna að farþegar hafi ekki allir látist samstundis þegar flugvélin varð fyrir eldflaug. 9. október 2014 14:12 Fjarlægja brak MH17 Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. 17. nóvember 2014 07:00 „Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Hollensku sérfræðingarnir segja engar vísbendingar hafa komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða að MH17 fórst. 9. september 2014 08:41 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Alþjóðlegir rannsóknaraðilar kanna nú möguleikann á því að MH17 flugið hafi verið skotið niður af aðskilnaðarsinnum á flugi yfir átakasvæðinu í Úkraínu. Flugvélin brotlenti þann 17. júlí í fyrra og létust allir um borð, alls 298 manns. Tveir þriðju þeirra voru frá Hollandi. Í yfirlýsingu frá rannsakendum segir að þeir leiti nú vitna sem geti gefið þeim upplýsingar um svokallað „Buk“ loftvarnakerfi í Donbass héraði. Einnig leita þeir upplýsinga um hverjir stýrðu kerfinu, hvaðan það kom og hvort að skotið var úr því á umræddum tíma.Hér má sjá upplýsingar um Buk loftvarnakerfið.Vísir/Graphic NewsYfirvöld í Kænugarði halda því fram að aðskilnaðarsinnar hafi skotið flugvélina niður með eldflaugum sem þeir fengu frá Rússlandi. Rússar og aðskilnaðarsinnar halda því hins vegar fram að vélin hafi verið skotin niður af flugher Úkraínu, til að koma óorði á aðskilnaðarsinna.AP fréttaveitan segir frá því að atvikið hafi komið af stað miklum pólitískum deilum þegar slysið varð þann 17. júlí í fyrra. Rannsakendur sögðu í fyrra að á skrokki vélarinnar hefði mátt sjá för eftir sprengjuflísar og að flugvélin hefði sundrast á lofti.Íbúar bentu á aðskilnaðarsinnaReuters sagði frá því fyrr í mánuðinum að íbúar á svæðinu hafi séð flugskeyti skotið á loft skömmu áður en flugvélin brotlenti. Þannig væri ljóst að henni hefði verið skotið á loft frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Myndbönd, myndir og frásagnir íbúa hafa gefið í skyn að Buk loftvarnakerfi hafi verið flutt til aðskilnaðarsinna í bænum Snizhne þann 17. júlí. Sá bær er nærri staðnum þar sem flugvélin var skotin niður. Íbúar sögðu Reuters að slíkum loftskeytum hefði verið komið fyrir á akri, nærri þorpinu Chervonyi Zhovten, sama dag og flugvélin var skotin niður. Fyrrverandi aðskilnaðarsinni veitti Reuters sömu upplýsingar. Á vef Business Insider birtist grein, nokkrum dögum eftir atvikið, sem fjallaði um að einn af leiðtogum aðskilnaðarsinna á svæðinu hefði stært sig af því að hans menn hefðu skotið niður flugvél úkraínska hersins. Það var um morguninn skömmu eftir að MH17 var skotin niður, sem hann sagði á samfélagsmiðlum, að aðskilnaðarsinnar „hefðu varað þá við því að fljúga í þeirra himni.“Frá flugsýningu í Moskvu árið 2011. Hér má sjá BUK flugskeyti.Vísir/AFPRússar ósáttir Rússneski fréttamiðillinn RT birti í dag grein þar sem því er haldið fram að Reuters hafi logið í umfjöllun sinni fyrr í mánuðinum. Þeir segja að blaðamenn Reuters hafi breytt sögum þorpsbúa og að skeytinu hafi í raun verið skotið af yfirráðasvæði hersins. Eftir að Reuters birti umfjöllun sína fordæmdi Sergey Lavrov hana, en hann er utanríkisráðherra Rússlands. Hann sagði að umfjöllunin liti út fyrir að vera uppspuni og sagði að enn væri fjölmörgum spurningum, sem yfirvöld í Moskvu hefðu setta fram, ósvarað. Sem dæmi nefndi hann að Bandaríkin hefðu ekki birt gervihnattamyndir sem hafi átt að sanna ásakanirnar og að flugumferðarstjórn Úkraínu hefði heldur ekki birt samskipti flugvélarinnar við umheiminn.
Tengdar fréttir 3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41 Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17 Ástralski forsætisráðherrann mun eiga fund með Rússlandsforseta í Brisbane í næsta mánuði. 13. október 2014 12:25 Flytja MH17 af slysstað Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu. 16. nóvember 2014 18:00 Sammæltust um að þrýsta á Rússa Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. 16. nóvember 2014 09:18 Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu Það gefur til kynna að farþegar hafi ekki allir látist samstundis þegar flugvélin varð fyrir eldflaug. 9. október 2014 14:12 Fjarlægja brak MH17 Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. 17. nóvember 2014 07:00 „Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Hollensku sérfræðingarnir segja engar vísbendingar hafa komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða að MH17 fórst. 9. september 2014 08:41 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
3,5 milljarðar fyrir upplýsingar um hver grandaði MH17 Verðlaunafénu er lýst sem því hæsta sinnar tegundar í sögunni. 18. september 2014 13:41
Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17 Ástralski forsætisráðherrann mun eiga fund með Rússlandsforseta í Brisbane í næsta mánuði. 13. október 2014 12:25
Flytja MH17 af slysstað Vinna er hafin við að fjarlægja brak flugvélar Malaysian Airlines af slysstað í Úkraínu. 16. nóvember 2014 18:00
Sammæltust um að þrýsta á Rússa Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga. 16. nóvember 2014 09:18
Einn farþega MH17 var með súrefnisgrímu Það gefur til kynna að farþegar hafi ekki allir látist samstundis þegar flugvélin varð fyrir eldflaug. 9. október 2014 14:12
Fjarlægja brak MH17 Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum. 17. nóvember 2014 07:00
„Fjöldi hluta“ sundruðu vélinni í lofti Hollensku sérfræðingarnir segja engar vísbendingar hafa komið fram um að um tæknileg eða mannleg mistök hafi verið að ræða að MH17 fórst. 9. september 2014 08:41