Erlent

Abbott hyggst spyrja Pútín út í MH17

Atli Ísleifsson skrifar
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/AFP
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segist hafa í hyggju að ræða við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um árásina á MH17 vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines í júlí.

298 farþegar og áhafnarmeðlimir vélarinnar, þar af 38 Ástralir, fórust þegar vélin var skotin niður í austurhluta Úkraínu þann 17. júlí.

Abbott segir að hinir látnu hafi verið myrtir „með stuðningi Rússa“, en rússneskir aðskilnaðarsinnar neita því að hafa borið ábyrgð á árásinni.

Í frétt BBC kemur fram að Abbott muni eiga fund með Pútín á G20-fundinum í áströlsku borginni Brisbane í næsta mánuði. Pútín hefur sjálfur sagt Rússa ekki hafa átt nokkurn þátt í árásinni.

Abbott hefur verið gagnrýndur í Ástralíu fyrir það að heimila Pútín að sækja fundinn í Brisbane.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×