Erlent

Flugmaðurinn hélt enn í stýrið þegar hann fannst

Atli Ísleifsson skrifar
35 þeirra sem voru um borð í GE235-vél flugvélagsins hafa nú fundist látnir.
35 þeirra sem voru um borð í GE235-vél flugvélagsins hafa nú fundist látnir. Vísir/EPA
Flugmaður vélar TransAsia sem hrapaði í á í Taipei á miðvikudaginn hélt í stýri vélarinnar þegar lík hans fannst. „Hann hélt í stýrið allan tímann, í tilraun sinni að stýra stefnu vélarinnar og lágmarka fjölda fórnarlamba,“ segir í frétt China Times.

Gögn frá flugritum vélarinnar hafa nú sýnt að báðir hreyflar vélarinnar hafi verið bilaðir. Hreyflunum hafi ekki tekist að framleiða nægan þrýsting fyrir flugtak. Þá hafi flugmennirnir reynt að endurræsa annan hreyfilinn en án árangurs.

Flugmaðurinn Liao Chien-tsung hefur verið hylltur sem hetja fyrir að hafa stýrt vélinni frá þéttbyggðum hverfum Taípei og háum byggingum þannig að bjarga mætti lífi fjölda fólks.

Sjá einnig: Mannskætt flugslys í höfuðborg Taívan

35 þeirra sem voru um borð í GE235-vél flugvélagsins hafa nú fundist látnir. Fimmtán manns lifðu slysið af en átta er enn saknað.

Ekki er langt síðan önnur vél TransAsia fórst í Taiwan, en einungis sjö mánuðir eru síðan vél flugfélagsins brotlenti í Taívan. 48 af 58 farþegum þeirrar vélar fórust. Að sögn taívanskra fjölmiðla kann skortur á vinnuafli og ónæg menntun flugmanna hafa haft áhrif á öryggismál flugfélagsins.


Tengdar fréttir

Mannskætt flugslys í höfuðborg Taívan

Að minnsta kosti 25 eru látnir og óttast er um fjölda til viðbótar eftir að farþegaflugvél hrapaði í á í höfuðborg Taívans, Taípei.

Fimmtán manns bjargað á lífi

Síðdegis í gær hafði tekist að bjarga fimmtán manns á lífi úr farþegaflugvél sem fórst í Taívan í gær. Óttast var að 43 hefðu farist þegar vélin hrapaði í höfuðborginni Taípei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×