Erlent

Tólf manns enn leitað í Taívan

Atli Ísleifsson skrifar
Fastlega er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra sem létust í slysinu komi til með að hækka.
Fastlega er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra sem létust í slysinu komi til með að hækka. Vísir/AFP
Björgunarsveitir í Taívan leita enn tólf þeirra sem voru um borð í vél TransAsia Airways sem brotlenti í Keelung-ánni í Taipei í gær. Lík 31 hafa fundist en fimmtán farþeganna komust lífs af, þar á meðal tveggja ára drengur.

Flugmálastofnun Taiwan hefur fyrirskipað að öll félög sem notast við flugvélar af gerðinni ATR-72 að rannsaki vélar sínar sérstaklega.

Fastlega er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra sem létust í slysinu komi til með að hækka. Í morgun voru um sextíu kafarar að störfum á vettvangi, auk þess að um tuttugu bátar eru notaðir í leitinni.

Sjá einnig: Mannskætt flugslys í höfuðborg Taívan

Flestir farþega GE235 vélar TransAsia voru kínverskir ferðamenn og að sögn BBC munu kínvesk yfirvöld taka þátt í rannsókninni á slysinu.

Vélin var nýtekin á loft frá Songshan-flugvelli í Taípei þegar hún hrapaði en hún var á leið til Kinmen-eyja, undan strönd kínversku borgarinnar Xiamen.


Tengdar fréttir

Mannskætt flugslys í höfuðborg Taívan

Að minnsta kosti 25 eru látnir og óttast er um fjölda til viðbótar eftir að farþegaflugvél hrapaði í á í höfuðborg Taívans, Taípei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×