Kosningaloforð Trudeaus sem leiddu til sigurs í Kanada Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. október 2015 07:00 Justin Trudeau, næsti forsætisráðherra Kanada, segir greinilegt að kjósendur vilji breytingar. Nordicphotos/AFP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada. Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn í Kanada vann óvæntan sigur í þingkosningunum á mánudag. Stephen Harper, leiðtogi Íhaldsflokksins, var fram á síðustu stundu talinn eiga sigurinn vísan. Sigurvegarinn Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, sagði kjósendur hafa sent skýr skilaboð, nú eigi að gera breytingar í landinu. Harper og Íhaldsflokkurinn hafa verið við völd samfleytt í níu ár, en þegar úrslitin voru ljós sagðist Harper jafnframt ætla að segja af sér sem leiðtogi íhaldsmanna.Jafna kjör í landinu Kosningaloforð Trudeaus snerust ekki síst um að jafna kjör í landinu, hækka skatta á hátekjufólk en lækka þá á millitekjufólk. Þá ætlar hann að auka ríkisútgjöld til að styrkja innviði og koma efnahagslífinu á skrið, jafnvel þótt það kosti tímabundinn fjárlagahalla. Þá lofaði hann því að lögleiða maríjúana í Kanada en ætlar ekki að banna konum að klæðast niqab, andlitsslæðum múslima, sem Harper hafði sagst staðráðinn í að banna. „Í kvöld er Kanada að verða aftur eins og það var hér áður fyrr,“ sagði hann í ávarpi sínu eftir að kosningaúrslitin voru orðin ljós. „Við unnum sigur á neikvæðri sundurlyndispólitík með jákvæðri sýn sem þjappar Kanadamönnum saman.“Traustur þingmeirihluti Frjálslyndi flokkurinn fékk 39,5 prósent atkvæða og 184 af 338 þingsætum. Trudeau og félagar hans eru þar með komnir með traustan þingmeirihluta. Íhaldsflokkurinn hlaut 32 prósent og 102 þingsæti, en þriðji flokkurinn í slagnum, Nýi demókrataflokkurinn, fékk aðeins 19,2 prósent atkvæða og 41 þingmann. Allt fram á síðustu stundu var Nýja demókrataflokknum spáð góðu fylgi, en drjúgur hluti þess virðist hafa ákveðið seint að halla sér heldur að Frjálslynda flokknum. Trudeau er 43 ára gamall, sonur Pierre Trudeau sem var forsætisráðherra Kanada nánast óslitið frá 1968 til 1984, að undanskildu tæpu ári þegar andstæðingur hans, Joe Clark, sat í embættinu 1979-1980. Fjölmiðlar vestra hafa rifjað upp að árið 1970, þegar Pierre Trudeau hitti Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafi Nixon spaugað með að sonur kanadíska forsætisráðherrans, hinn nokkurra mánaða gamli Justin, myndi seinna meir einnig verða forsætisráðherra í Kanada.
Tengdar fréttir Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Kúvending í stjórnmálum Kanada Kjósendur felldu Íhaldsflokkinn sem hafði verið í meirihluta á þingi í tíu ár. 20. október 2015 10:29