Erlent

Kúvending í stjórnmálum Kanada

Samúel Karl Ólason skrifar
Justin Trudeau, verðandi forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, verðandi forsætisráðherra Kanada. Vísir/AFP
Frjálslyndi flokkurinn bar sigur úr býtum í þingkosningum í Kanada í nótt. Flokkurinn mun að öllum líkindum ná hreinum meirihluta á þingi, eða 184 af 338 sætum, með 39,5 prósent atkvæða. Íhaldsflokkurinn hefur áður verið við völd í tíu ár þar í landi. Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, segist ætla að verða forsætisráðherra „allra íbúa Kanada“.

Íhaldsflokkurinn fékk 32 prósent samkvæmt nýjustu tölum og Nýir demókratar 19,6 prósent. Opinberar niðustöður verða þó ekki gefnar út fyrr en eftir nokkra daga. Leiðtogi Íhaldsflokksins, Stephen Harper, mun segja af sér sem leiðtogi flokksins.

Justin Trudeau er sonur Pierre Trudeau, sem varð forsætisráðherra Kanada árið 1968 og sinnti hann þeirri stöðu af og á allt til 1984. Justin er 43 ára gamall og því yngsti forsætisráðherrann í sögu Kanada, samkvæmt AP fréttaveitunni.

„Við sigruðum ótta með von. Við sigruðum svartsýni með vinnu. Við sigruðum neikvæð og sundrandi pólitík með jákvæðri sýn um að færa alla íbúa Kanada nær hvorum öðrum,“ sagði Justin Trudeau eftir að sigurinn varð ljós.

Justin Trudeau, leiðtogi Frjálslynda flokksins, ræddi við stuðningsmenn sína eftir sigurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×