Hallbera: Það er partí í rútunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 22:34 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/auðunn níelsson Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Sjá meira
Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01
Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15