Martial sló í gegn í frumraun sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 07:00 Martial gulltryggði sigur Manchester United á Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið. vísir/getty Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum. Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum.
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti