Martial sló í gegn í frumraun sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2015 07:00 Martial gulltryggði sigur Manchester United á Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir félagið. vísir/getty Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
Það voru margir sem ráku upp stór augu þegar Manchester United greiddi Monaco 36 milljónir punda fyrir franska unglinginn Anthony Martial á lokadegi félagaskiptagluggans. Hinn 19 ára Martial var ekki þekktasta nafnið í bransanum og hafði aðeins skorað 11 mörk í 52 deildarleikjum í Frakklandi. Við fyrstu sýn virtist hann því ekki vera augljósa svarið við vandamálum United í sóknarleiknum. Í dag er nafn Anthony Martial hins vegar á allra vörum eftir að þessi dýrasti unglingur í fótboltasögunni skoraði þriðja mark United í 3-1 sigri á erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á laugardaginn. Fyrri hálfleikurinn í leik þessara fornu fjenda var afar tíðindalítill svo ekki sé fastar að orði kveðið. United var þó sterkari aðilinn og hélt boltanum vel, án þess þó að skapa sér opin færi. David de Gea, sem skrifaði óvænt undir nýjan fjögurra ára samning við United á föstudaginn, kom inn í byrjunarliðið og hann hafði það afskaplega náðugt í fyrri hálfleiknum. Það lifnaði yfir leiknum í seinni hálfleik og hann var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Daley Blind kom heimamönnum yfir með góðu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu.Martial kom inn á sem varamaður fyrir Juan Mata á 65. mínútu og fimm mínútum síðar tvöfaldaði Ander Herrera forystu heimamanna með marki úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Sigurinn virtist vera kominn í höfn en Christian Benteke var ekki á sama máli og Belginn hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði með stórkostlegri klippu á 84. mínútu. En þá var röðin komin að Martial. Frakkinn hafði lítið sést eftir að hann kom inn á en á 86. mínútu kviknaði á honum. Martial fékk þá boltann frá Ashley Young vinstra megin á vallarhelmingi Liverpool og réðist til atlögu á vörn gestanna. Frakkinn fór inn á völlinn, lék svo skemmtilega á Martin Skrtel og kláraði færið af mikilli yfirvegun framhjá Simon Mignolet í marki gestanna. Og þetta gerði hann fyrir framan hörðustu stuðningsmenn United í Stretford End-stúkunni sem fögnuðu sínum manni vel og innilega. „Hann hefur staðið sig vel á æfingum og þess vegna valdi ég hann í hópinn,“ sagði Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, eftir leikinn á laugardaginn en þetta var þriðji sigur hans á Liverpool í jafn mörgum leikjum sem stjóri United. „Þegar þú skorar svona mark, þá er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Tilþrifin og afgreiðslan minntu um margt á annan Frakka sem spilaði í ensku úrvalsdeildinni, sjálfan Thierry Henry sem skoraði nokkur svona mörk á sínum tíma. Það er auðvitað alltof snemmt að setja hann í sama flokk og snillinginn Henry og það er ekkert öruggt í þessum efnum. Martial á langt í land og svo gæti farið að hann reyndist vera næsti David Bellion en ekki næsti Henry sem lék einnig með Monaco á sínum tíma. En byrjunin lofar allavega góðu og Martial virðist koma með nýja vídd inn í sóknarleik United sem hafði ekki verið góður fram að leiknum um helgina. Hvað sem síðan gerist, þá mun Martial sennilega aldrei gleyma frumraun sinni í rauða búningnum.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira