Harma líkamsárás í knattspyrnuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2014 10:41 Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Stjórn knattspyrnudeildar Sindra á Höfn í Hornafirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik 2. flokks félagsins gegn Snæfellsnesi um liðna helgi. Leikmönnum liðanna lenti saman með þeim afleiðingum að leikmaður Sindra réðst á leikmann Snæfellsness og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til eftir að leikmaðurinn missti meðvitund og hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Umræddur leikmaður Snæfellsness er á batavegi en lögreglurannsókn fór af stað strax á sunnudag og má búast við að ákæra verði gefin út. Þá mun aganefnd KSÍ einnig taka málið til meðferðar hjá sér. Stjórn deildarinnar harmar atvikið mjög og hefur beðið leikmann Snæfellsness og fjölskyldu hans afsökunar, líkt og sjá má í yfirlýsingunni hér fyrir neðan. Þá mun hún einnig beita sér fyrir því að hjálpa leikmanni Sindra og leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda og fagfólks. Yfirlýsingin í heild sinni: „YFIRLÝSING FRÁ STJÓRN KNATTSPYRNUDEILDAR SINDRA. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar atvik sem átti sér stað á Hellissandsvelli í leik Snæfells og Sindra í 2. flokki karla, sunnudaginn 20. júlí sl., þar sem tveimur leikmönnum lenti saman undir lok leiksins. Leikmaður Sindra gerðist sekur um líkamsárás sem leiddi til þess að leikmaður Snæfells var fluttur á sjúkrahús. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra harmar mjög þetta atvik og vill fyrir hönd félagsins og leikmannsins biðja leikmann Snæfells og fjölskyldu hans afsökunar. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra lítur atvik sem þetta mjög alvarlegum augum. Stjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa leikmanni Sindra í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik endurtaki sig. Í þeirri viðleitni mun stjórnin leita aðstoðar barnaverndaryfirvalda á Höfn og fagfólks. Skýrsla dómara leiksins er nú þegar komin inn á borð aganefndar KSÍ. Leikmaður Sindra mun una niðurstöðu aganefndar KSÍ þegar hún liggur fyrir. Það sama mun knattspyrnudeild Sindra gera. Það er von stjórnar knattspyrnudeildar Sindra að atvik þetta verði ekki til þess að skaða gott orðspor knattspyrnunnar á Íslandi. Stjórnin mun nú sem endranær hvetja leikmenn, þjálfara og stuðningsmenn til að sýna háttvísi og heiðarleika. Þannig bætum við íslenska knattspyrnu. Með virðingu og vinsemd. Stjórn knattspyrnudeildar Sindra“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42 Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30 Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34 „Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34 „Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31 Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn í liði Snæfellsness og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni. 21. júlí 2014 13:42
Móðir drengsins: „Erum í spennufalli“ Móðir drengs sem ráðist var á í fótboltaleik á Snæfellsnesi í gær segir honum líða bærilega. 21. júlí 2014 15:30
Meiðsli drengsins minni en óttast var Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu. 21. júlí 2014 11:34
„Fólki var verulega brugðið“ Knattspyrnumaðurinn ungi sem varð fyrir líkamsárás í gær hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. 21. júlí 2014 13:13
Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi Flytja þurfti fótboltamann með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann vegna alvarlegra áverka. 20. júlí 2014 18:34
„Þurfum að fá á hreint hvað gerðist“ Forráðamenn Sindra á Höfn í Hornafirði verjast alla fregna af leiknum á Hellissandi. 21. júlí 2014 15:31
Aganefnd KSÍ tekur málið á morgun Framkvæmdarstjóri KSÍ segir að atvikið á Hellissandi fái hefðbundna meðferð hjá sambandinu. 21. júlí 2014 15:52