Íslenski boltinn

„Fólki var verulega brugðið“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víkingur Ólafsvík leikur í 1. deild karla.
Víkingur Ólafsvík leikur í 1. deild karla. Vísir/Daníel
„Drengnum líður ágætlega núna og er það fyrir öllu,“ sagði Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings frá Ólafsvík, um atvik sem átti sér stað á Hellissandi í gær.

Þá mættust lið Snæfellsnes og Sindra frá Hornafirði í 2. flokki karla en leikmaður síðarnefnda liðsins veitti umræddum knattspyrnumanni alvarlega höfuðáverka í leiknum.

Jónas Gestur segir að leikmaðurinn hafi misst meðvitund og því hafi verið ákveðið að kalla til þyrlu landhelgisgæslunnar sem flutti hann á sjúkrahús.

„Mér er sagt að þetta hafi verið óhugnalegt um tíma en ég var ekki sjálfur á leiknum,“ sagði Jónas Gestur. „Fólki hér í bæ var verulega brugðið og hefur rætt um fátt annað.“

Málið er komið í farveg, bæði hjá KSÍ og lögreglu en skýrsla var tekin af leikmönnum og öðrum sem voru viðstaddir leikinn í gær. Jónas segir að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um framhaldið og hvort kæra verði lögð fram.


Tengdar fréttir

Meiðsli drengsins minni en óttast var

Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×