Innlent

Líkamsárás í fótbolta: Sjálfkært vegna alvarleika árásarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Skýrslur voru teknar af vitnum og sakborningi í gær, vegna líkamsárásar sem átti sér stað á Hellissandi í gær, og lauk þeim laust um miðnætti í gærkvöldi. Þar öttu leikmenn annars flokks Snæfellsness og Sindra frá Hornafirði kappi í fótbolta.

Undir lok leiksins lenti tveimur leikmönnum saman. Lögreglan metur það svo að um alvarlega líkamsárás sé að ræða og því er sjálfkært í málinu. Leikmaður Sindra, sem fæddur er 1998, er grunaður um að hafa kýlt mótherja sinn og sparkað svo í höfuðið á honum þar sem hann lá á jörðinni.

„Það er mjög alvarlegt og gæti valdið alvarlegum áverkum,“ segir Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Akranesi.

Var það mat læknis skoðaði drenginn að kalla ætti eftir því að þyrlan myndi flytja hann suður. Meiðsli hans voru þó ekki eins slæm og óttast var í fyrstu og er drengurinn kominn af sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Meiðsli drengsins minni en óttast var

Líðan leikmanns Snæfellsness, sem fluttur var með þyrlu landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í gær, er mun betri en talið var í fyrstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×