Stjarnan komst í kvöld í úrslit Lengjubikars kvenna í fótbolta. Stjarnan lagði Val, 2-0, í undanúrslitum í kvöld.
Markalaust var í leikhléi en þær Rúna Sif Stefánsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoruðu fyrir Stjörnuna í síðari hálfleik.
Breiðablik og Þór/KA mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun og úrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á sunnudag.
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
