Selfoss vann frækinn sigur gegn Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Fylkir marði síðan sigur á Aftureldingu.
Valur komst 1-0 yfir gegn Selfossi og síðan ekki söguna meir. Selfoss er með 16 stig í fjórða sæti deildarinnar og er átta stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. Valur er í fimmta sæti.
Afturelding var ekki fjarri því að fá stig gegn Fylki en Ruth Þórðardóttir skoraði sigurmark Fylkis undir lokin.
Þóra B. Helgadóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í kvöld.
Úrslit:
Fylkir-Afturelding 1-0
1-0 Ruth Þórðardóttir (86.).
Valur-Selfoss 1-3
1-0 Svava Rós Guðmundsdóttir (8.), 1-1 Dagný Brynjarsdóttir (20.), 1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir (36.), 1-3 Blake Stockton (38.).
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
