Enski boltinn

Wilmots segir Courtois ekki öruggan sem fyrsta kost

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Courtois á í mikilli samkeppni við Petr Cech hjá Chelsea.
Courtois á í mikilli samkeppni við Petr Cech hjá Chelsea. Vísir/Getty
Marc Wilmots, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Thibaut Courtois verði að spila reglulega með Chelsea ætli hann sér að stöðu sinni hjá belgíska landsliðinu.

„Courtois verður áfram markvörður númer eitt. En ég veit að hann gæti endað á bekknum hjá Chelsea og ef það gerist verð ég að endurmeta stöðuna,“ sagði Wilmots, en Courtois á í baráttu við Petr Cech um markvarðarstöðuna hjá Lundúnaliðinu.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort Courtois eða Cech standi í markinu þegar Chelsea sækir Burnley heim í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Courtois lék allan leikinn þegar Chelsea vann Real Sociedad með tveimur mörkum gegn engu í æfingaleik í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Drogba sneri aftur í tapleik

Didier Drogba klæddist bláu treyjunni á ný þegar Chelsea mætti Werder Bremen í æfingaleik í Brimarborg.

Drogba vonast til þess að ná fyrsta leik

Didier Drogba vonast til þess að vera klár í slaginn þegar Chelsea hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn gegn nýliðum Burnley.

Drogba á heima á Brúnni

Jose Mourinho staðfesti í samtali við erlenda miðla að hann hefði mikinn áhuga á að fá Didier Drogba aftur til liðs við Chelsea og telur að hann hafi enn nóg fram að bjóða.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Terry saknar Lampard og Cole

John Terry segist sakna Frank Lampard og Ashley Cole en hvorugur þeirra fékk framlengingu á samningi sínum hjá Chelsea í vor. Lampard sem er á láni hjá Manchester City gæti mætt Terry á vellinum í september en þeir léku saman í þrettán ár hjá Chelsea.

Chelsea lánar varnarmann

Stuart Pearce og félagar í Nottingham Forest hafa fengið liðsstyrk í baráttunni í Championship-deildinni.

Drogba snýr aftur til Chelsea

Chelsea staðfesti í dag að Didier Drogba hefði skrifað undir eins árs samning við félagið og snýr framherjinn því aftur eftir tveggja ára fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×