Enski boltinn

Drogba sneri aftur í tapleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Drogba er í gríðarlega miklum metum hjá stuðningsmönnum Chelsea.
Drogba er í gríðarlega miklum metum hjá stuðningsmönnum Chelsea. Vísir/Getty
Didier Drogba klæddist bláu treyjunni á ný þegar Chelsea mætti Werder Bremen í æfingaleik í Brimarborg.

Drogba kom inn á sem varamaður fyrir Diego Costa í hálfleik, en það dugði ekki til.

Chelsea var 2-0 undir í leikhléi, en Eljero Elia (vítaspyrna) og Ludovic Obraniak skoruðu framhjá Thibaut Courtois sem stóð í marki Chelsea í fyrri hálfleik.

Felix Kroos, yngri bróðir Toni sem spilar með Real Madrid, bætti svo þriðja markinu við úr vítaspyrnu á 89. mínútu og þar við sat.

Þetta var fyrsta tap Chelsea á undirbúningstímabilinu.

Byrjunarlið Chelsea var þannig skipað:

Thibaut Courtois; Cesar Azpilicueta, Kurt Zouma, John Terry, Filipe Luis; Marco van Ginkel, Nemanja Matic; Mohamed Salah, Cesc Fabregas, Fernando Torres; Diego Costa.

Drogba, Petr Cech, Nathan Ake, Jeremie Boga, Gary Cahill, John Obi Mikel, Eden Hazard, Lewis Baker og Branislav Ivanovic komu inn á sem varamenn í seinni hálfleik.


Tengdar fréttir

Lukaku genginn til liðs við Everton fyrir metfé

Belgíski framherjinn varð í kvöld dýrasti leikmaðurinn í sögu Everton þegar félagið greiddi 28 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Fyrra metið átti liðsfélagi hans hjá belgíska landsliðinu, Marouane Fellaini sem Everton greiddi 15 milljónir fyrir.

Drogba á heima á Brúnni

Jose Mourinho staðfesti í samtali við erlenda miðla að hann hefði mikinn áhuga á að fá Didier Drogba aftur til liðs við Chelsea og telur að hann hafi enn nóg fram að bjóða.

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Torres er ekki á förum frá Chelsea

Jose Mourinho, stjóri Chelsea á Englandi, staðfesti í dag að Fernando Torres væri ekki á förum frá félaginu í sumar. Chelsea hefur þegar gengið frá kaupunum á Diego Costa og Didier Drogba í sumar.

Drogba snýr aftur til Chelsea

Chelsea staðfesti í dag að Didier Drogba hefði skrifað undir eins árs samning við félagið og snýr framherjinn því aftur eftir tveggja ára fjarveru.

Lampard genginn til liðs við New York City FC

Frank Lampard gekk till liðs við New York City FC í dag en hann mun leika með Melbourne City FC næstu mánuði þangað til New York fær keppnisleyfi í MLS-deildinni á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×