Enski boltinn

Chelsea lánar varnarmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Omeruo í baráttunni við Edin Dzeko á HM.
Omeruo í baráttunni við Edin Dzeko á HM. Vísir/Getty
Chelsea hefur lánað nígeríska miðvörðinn Kenneth Omeruo til Nottingham Forest. Lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Omeruo kannast ágætlega við sig í Nottingham, en hann lék einnig sem lánsmaður hjá Forest á síðustu leiktíð.

Chelsea keypti Omeruo í janúar 2012, en lánaði hann strax til ADO Den Haag í Hollandi. Hann hefur ekki enn leikið fyrir aðallið Chelsea.

Omeruo lék alla fjóra leiki Nígeríu á HM í Brasilíu. Hann varð Afríkumeistari með Nígeríu 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×