Enski boltinn

Drogba vonast til þess að ná fyrsta leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Dider Drogba líður vel í bláu.
Dider Drogba líður vel í bláu. Vísir/Getty
Didier Drogba vonast til þess að hann geti tekið þátt í fyrsta leik Chelsea á tímabilinu á mánudaginn. Drogba fór meiddur af velli í æfingarleik Chelsea gegn Ferencvaros um helgina og er tæpur fyrir fyrsta leik tímabilsins.

Orðrómar bárust um að Drogba myndi jafnvel verða frá fram að áramótunum eftir að hafa snúið sig á ökkla í leiknum en samkvæmt heimildum Guardian gæti Drogba náð leiknum gegn Burnley.

„Ég sneri mig á ökkla í leiknum og gat ekki haldið áfram en vonandi næ ég leiknum á mánudaginn. Ég fór strax í endurhæfingu og vonandi næ ég mér í tæka tíð,“ sagði Drogba.

Drogba gekk til liðs við Chelsea á ný fyrr í sumar eftir tveggja ára fjarveru en framherjinn er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Chelsea eftir átta ára dvöl hjá félaginu fyrr á ferlinum.

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×