Enski boltinn

Terry saknar Lampard og Cole

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Terry með Lampard og Cole á góðri stundu.
Terry með Lampard og Cole á góðri stundu. Vísir/Getty
John Terry, leikmaður Chelsea, viðurkenndi í samtali við sjónvarpsstöð félagsins að honum hefði þótt afar sérstakt að hefja undirbúningstímabilið án Ashley Cole og Frank Lampard.

Ólíkt Lampard og Cole fékk Terry nýjan eins árs samning hjá félaginu og leikur í vetur sitt sautjánda tímabil hjá Chelsea.

Lampard mun leika með Manchester City næsta hálfa árið á láni frá New York City en Cole hélt til Ítalíu og skrifaði undir samning hjá stórveldinu Roma.

Eftir að hafa leikið með Lampard í þrettán ár hjá Chelsea gæti Terry mætt Lampard á vellinum en Manchester City tekur á móti Chelsea þann 21. september næstkomandi.

„Mér fannst ég vera týndur á fyrstu dögum undirbúningstímabilsins í ár. Ég hef leikið með þessum strákum lengi og þeir bjuggu við hliðiná mér. Ég var gríðarlega svekktur að sjá þá fara frá félaginu og það verður skrýtið að sjá þá með öðrum liðum. Það mun ef til vill venjast en það verður ekki eðlilegt að sjá Lampard í City-treyjunni,“ sagði Terry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×