Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 14:00 Stuðningsmaður Keflavíkur gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Tonnys Mawejje í fyrra. vísir/daníel Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Eins og greint var frá fyrr í dag fékk ÍBV 150.000 króna sekt fyrir kynþáttaníð stuðningsmanns félagsins í garð Farids Zato, miðjumanns KR, í bikarleik liðanna 31. júlí s.l. Þetta er fimmfallt hærri upphæð en t.a.m. þegar stuðningsmenn Fjölnis gerðust sekir um kynþáttaníð í garð AndrewsMwesigwa í leik Fjölnis og ÍBV á Fjölnisvelli í 1. deild karla sumarið 2007. Sú sekt hljóðaði upp á 30 þúsund krónur. Keflvíkingar fengu svo sömu upphæð í sekt þegar stuðningsmaður félagsins beitti TonnyMawejje, þáverandi leikmanni ÍBV, kynþáttaníði í leik liðanna í september á síðasta tímabili, þ.e. fyrir tæplega ári. Í heildina borguðu knattspyrnudeildir mótherja ÍBV 60.000 krónur fyrir þessi tvö atvik, en Eyjamenn greiða nær þrefalda þá upphæð fyrir atvikið í Borgunarbikarnum í lok júlí. Sektin sem ÍBV fékk að þessu sinni er vafalítið sú hæsta í sögu KSÍ, þó sambandið hafi ekki viljað staðfesta það við Vísi að svo stöddu. Víðismenn í Garði fengu einnig þunga refsingu fyrr í sumar þegar leikmaður liðsins gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja síns. Leikmaðurinn fékk fimm leikja bann og var knattspyrnudeild Víðis sektuð um 100.000 krónur. Þessi hækkun sekta kemur til vegna nýs ákvæðis í agareglum KSÍ, 16. grein, en hún var sett inn vegna tilskipunar Alþjóða knattspyrnusambandsins fyrr á þessu ári. Nýja ákvæðið tekur á mismunun og á að leggja áherslu á að taka fast á hvers kyns mismunun eða fordómum. Ákvæðið er þýðing á ákvæði í agareglugerð FIFA sem öllum knattspyrnusamböndum innan FIFA ber að taka upp. Öllum aðildarfélögum KSÍ var sent dreifibréf um tilkomu nýja ákvæðisins og hvaða viðurlög það hefði í för með sér. Áður var hámarkssekt KSÍ 30.000 krónur, en nú er lágmarkssektin 100.000 krónur fyrir mismunun. Af því má sjá að verið er að taka hart á þessum málum. Eyjamenn fögnuðu því í yfirlýsingu sinni vegna málsins hversu hart KSÍ tæki á kynþáttaníði í ljósi þess sem þeir sjálfir hafa lent í. Þeir una ákvörðun KSÍ og hafa sett stuðningsmanninn sem kom félaginu í þessi vandræði í ótímabundið heimaleikjabann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47 Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00 Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43
Dómarar skila ítarlegu erindi vegna gruns um kynþáttaníð í Eyjum Málið verður tekið fyrir á fundi aganefndar sambandsins í dag en Eyjamenn eiga yfir höfði sér allt að 150 þúsund króna sekt. 12. ágúst 2014 10:47
Uppbótartíminn: Stjarnan upp að hlið FH | Myndbönd Fimmtándu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Vísir gerir umferðina upp. 12. ágúst 2014 14:00
Pepsi-mörkin | 15. þáttur Styttri útgáfa af 15. þætti Pepsi-markanna þar sem fimmtánda umferð Pepsi-deildarinnar var gerð upp. 12. ágúst 2014 18:00
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46
Meintur níðingur í heimaleikjabann í Eyjum Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV, segir að einstaklingur, sem grunaður er um kynþáttaníð í garð KR-ingsins Farid Zato í leik félaganna 31. júlí síðastliðinn, hafi ekki mætt á leik liðsins gegn FH á sunnudaginn. Ætla má af orðum Óskars að einstaklingurinn hafi verið í heimaleikjabanni vegna háttalags síns en Óskar segir að frekari aðgerðir í málinu séu á ís þar til aganefnd KSÍ hefur úrskurðað í málinu seinna í dag. 12. ágúst 2014 12:14