Erlent

Þúsundir lögreglumanna gera leit að milljarðamæringi í Suður-Kóreu

Bjarki Ármannsson skrifar
Meðlimur kirkjunnar borinn burt af lögreglu á meðan leit er gerð að Byung-eun.
Meðlimur kirkjunnar borinn burt af lögreglu á meðan leit er gerð að Byung-eun. Vísir/AP
Um sex þúsund lögreglumenn réðust inn í húsaþyrpingu í borginni Anseong í Suður-Kóreu í gær í leit að milljarðamæringnum Yoo Byung-eun. Hann er eftirlýstur í tengslum við ferjuslysið í Sewol í apríl.

BBC greinir frá þessu. Húsaþyrpingin hýsir kirkju í eigu Byung-eun, sem einnig er talinn eiga fyrirtækið sem rak ferjuna sem sökk. Að minnsta kosti 292 létu lífið í slysinu en réttarhöld hófust á þriðjudag yfir fimmtán áhafnarmeðlimum ferjunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×